Slæmt tap Breiðabliks

Damir Muminovic í leiknum í kvöld.
Damir Muminovic í leiknum í kvöld. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Breiðablik á erfitt verk­efni fyr­ir hönd­um í fyrstu um­ferð for­keppni Evr­ópu­deild­ar­inn­ar eft­ir slæmt tap á heima­velli gegn lett­neska liðinu Jelga­va, 2:3. Blikar voru sjálf­um sér verst­ir í þess­um leik en varn­ar­leik­ur liðsins var í einu orði skelfi­leg­ur.

Lítið var vitað um lið gest­anna áður en arfaslak­ur dansk­ur dóm­ari flautaði til leiks á Kópa­vogs­velli í kvöld. Lett­arn­ir eru stór­ir og sterk­ir og Blikar réðu ekk­ert við þá í föst­um leik­atriðum. Fyrsta markið kom ein­mitt eft­ir horn­spyrnu, þar sem dekkn­ing varn­ar­manna Breiðabliks var í besta falli barna­leg.

Mark Daniels Bam­berg þrem­ur mín­út­um síðar kveikti smá neista í heima­mönn­um en aft­ur skoruðu gest­irn­ir eft­ir horn­spyrnu og aft­ur voru varn­ar­menn Blika gjör­sam­lega stein­sof­andi í teign­um.

Jon­ath­an Glenn hef­ur verið slak­ur í sum­ar og hann átti sök á þriðja mark­inu skömmu fyr­ir leik­hlé. Glenn tapaði bolt­an­um og hinn eld­fljóti Mindaugas geyst­ist upp all­an völl­inn og kláraði und­ir Gunn­leif Gunn­leifs­son.

Staðan að lokn­um 45 mín­út­um var því 1:3 fyr­ir Jelga­va en frammistaða Breiðabliks í fyrri hálfleik var skelfi­leg í alla staði.

Seinni hálfleik­ur var frek­ar leiðin­leg­ur áhorfs. Lett­arn­ir bökkuðu í vörn og treystu á skynd­isókn­ir en Blikar reyndu að rétta sinn hlut. Það tókst með marki Oli­vers í blá­lok­in en þetta mark gef­ur Blik­um ör­litla von fyr­ir seinni leik­inn í Lett­landi.

Liðin mæt­ast aft­ur í Lett­landi næsta fimmtu­dag. Liðið sem hef­ur bet­ur sam­an­lagt kemst í 2. um­ferð og mæt­ir annað hvort Part­iz­ani frá Alban­íu eða Slov­an Brat­islava frá Slóvakíu.

Breiðablik 2:3 Jelga­va opna loka
skorar Daniel Bamberg (13. mín.)
skorar Oliver Sigurjónsson (90. mín.)
Mörk
skorar Glebs Kluskins (10. mín.)
skorar Valerijs Redjko (33. mín.)
skorar Mindaugas Grigaravicius (44. mín.)
Spjöld
fær gult spjald Boriss Bogdaskins (80. mín.)
fær gult spjald Ryotaro Nakano (82. mín.)
mín.
90 Leik lokið
90 MARK! Oliver Sigurjónsson (Breiðablik) skorar
2:3 - Frábært skot fyrir utan teig en Oliver hefur klárlega verið besti leikmaður Blika í kvöld.
90
90
Fimm mínútur í uppbótartíma.
90 Olegs Malasenoks (Jelgava) kemur inn á
90 Boriss Bogdaskins (Jelgava) fer af velli
89 Gísli Eyjólfsson (Breiðablik) á skot framhjá
88 Boriss Bogdaskins (Jelgava) á skot framhjá
86 Ellert Hreinsson (Breiðablik) á skot framhjá
Lítil hætta og þetta er að fjara út hjá Blikum.
84 Oliver Sigurjónsson (Breiðablik) á skot framhjá
Langt framhjá.
82 Ryotaro Nakano (Jelgava) fær gult spjald
Rífur Ágúst niður. Þetta var ekki drengilega gert!
80 Boriss Bogdaskins (Jelgava) fær gult spjald
Brýtur á Oliver, ekki í fyrsta sinn í þessum leik.
79 Jelgava fær hornspyrnu
79 Jelgava fær hornspyrnu
79 Mindaugas Grigaravicius (Jelgava) fer af velli
78 Vladislavs Sorokins (Jelgava) kemur inn á
78 Ágúst E. Hlynsson (Breiðablik) kemur inn á
78 Andri Rafn Yeoman (Breiðablik) fer af velli
76 Daniel Bamberg (Breiðablik) á skot framhjá
Ágæt sending Alfonsar ratar á Bamberg vinstra megin í teignum en skotið er hárfínt framhjá fjærstönginni.
74 Boriss Bogdaskins (Jelgava) á skot framhjá
73 Alfons Sampsted (Breiðablik) á skot sem er varið
Gott einstaklingsframtak en skotið er frekar laust og beint á fyrrum markvörð Víkings Ólafsvík.
70 Kyrylo Silich (Jelgava) kemur inn á
70 Daniils Turkovs (Jelgava) fer af velli
68 Gísli Eyjólfsson (Breiðablik) á skalla sem fer framhjá
67 Breiðablik fær hornspyrnu
67 Andri Rafn Yeoman (Breiðablik) á skot framhjá
65 Daniel Bamberg (Breiðablik) á skot framhjá
Tekur boltann viðstöðulaust en þrumar honum langleiðina til Grindavíkur.
63 Breiðablik fær hornspyrnu
62
Tvöföld skipting hjá Arnari. Eitthvað verður hann að reyna.
62 Sólon Breki Leifsson (Breiðablik) kemur inn á
62 Arnþór Ari Atlason (Breiðablik) fer af velli
62 Gísli Eyjólfsson (Breiðablik) kemur inn á
62 Jonathan Glenn (Breiðablik) fer af velli
60 Arnþór Ari Atlason (Breiðablik) á skalla sem fer framhjá
Ágæt sókn Blika. Alfons skallar boltann út í teiginn þar sem Arnþór kemur á ferðinni en skalli hans fer naumlega yfir markið.
58 Ryotaro Nakano (Jelgava) á skot sem er varið
Fín skyndisókn endar með skotfæri fyrir Nakano en Japaninn setur laust skot beint á Gunnleif.
57 Glebs Kluskins (Jelgava) á skot framhjá
Þrumuskot en rétt yfir markið. Þeir eru bara þrælgóðir Lettarnir.
54
Blikar reyna að sækja en þá opnast tækifæri fyrir eldfljóta Lettana í skyndisóknum. Þetta gæti farið illa.
50 Jelgava fær hornspyrnu
49 Boriss Bogdaskins (Jelgava) á skot framhjá
Fyrir utan teig en Gulli horfir á eftir þessu framhjá stönginni
48
Blikar virðast pressa grimmar í upphafi seinni hálfleiks. Þeir þurfa að skora mörk, annars er þetta einvígi orðið mjög erfitt.
46 Seinni hálfleikur hafinn
Jæja, koma svo Blikar!
45 Hálfleikur
Hræðilegum fyrri hálfleik lokið. Blikar eru í einu orði, daprir.
44 MARK! Mindaugas Grigaravicius (Jelgava) skorar
1:3 - Glenn með skelfilega sendingu til baka, Lettinn stelur boltanum og brunar alla leið að marklinu. Skotið er hnitmiðað með jörðinni, framhjá varnarlausum Gunnleifi.
38 Vitalijs Smirnovs (Jelgava) á skalla sem fer framhjá
Ágætt skallafæri eftir horn. Það er nánast færi eftir hverja einustu hornspyrnu Lettana.
38 Jelgava fær hornspyrnu
36
Elfar Freyr er ekki búinn að vera traustvekjandi í þessum leik og þarna munaði minnstu að hann gæfi gestunum mark á silfurfati með slökum skalla aftur á Gunnleif. Blikar þurfa að vakna núna!
35 Davíð K. Ólafsson (Breiðablik) á skot framhjá
Af löngu færi en naumlega framhjá. Ekki galið.
33 MARK! Valerijs Redjko (Jelgava) skorar
1:2 - Aftur skora þeir eftir horn. Hornspyrnan siglir í gegnum allan teiginn og AFTUR stendur leikmaður Jelgava dauðfrír og setur boltann framhjá Gulla. Skelfileg vörn, hreint skelfileg.
33 Jelgava fær hornspyrnu
32 Ryotaro Nakano (Jelgava) á skot framhjá
Í varnarmann og aftur fyrir markið.
32 Jelgava fær hornspyrnu
28 Glebs Kluskins (Jelgava) á skot framhjá
Aftur skellur hurð nærri hælum. Bogdaskins er eldfljótur og sterkur á vinstri kantinum og kemur boltanum inn í teiginn. Skotið fer ca 7 cm framhjá hjá markaskoranum Kluskins.
25
Aftur skapa hornspyrnur Lettana stórhættu í teignum. Þeir eru stórir og sterkir og valda Blikum töluverðum vandræðum í föstum leikatriðum.
25 Jelgava fær hornspyrnu
22 Breiðablik fær hornspyrnu
22 Jelgava fær hornspyrnu
18 Daniel Bamberg (Breiðablik) á skot sem er varið
Ágætur samleikur endar með skoti Bambergs fyrir utan teig. Boltinn fer hins vegar beint á Ikstens í markinu.
16
Mikilvægt fyrir Blika að svara strax. Þennan leik þurfa heimamenn helst að vinna örugglega. Þetta útivallarmark gæti hins vegar reynst Jelgava dýrmætt.
13 MARK! Daniel Bamberg (Breiðablik) skorar
1:1 - Glenn setur boltann í stöngina eftir góðan sprett Alfonsar upp hægri kantinn. Bamberg hirðir frákastið og setur boltann upp í samskeytin.
10 MARK! Glebs Kluskins (Jelgava) skorar
0:1 - Hræðilegt mark! Hornspyrna ratar á höfuð Kluskins, sem er dauðafrír á fjærstöng og skallar í netið. Hörmuleg varnarvinna Blika.
9 Jelgava fær hornspyrnu
9 Valerijs Redjko (Jelgava) á skot sem er varið
Laflaust af löngu færi. Aldrei nein hætta á ferðum.
6
Blikar eru aðeins að vakna til lífsins eftir frekar daufa byrjun. Þetta Jelgava-lið lítur mun betur út en undirritaður átti von á.
2 Boriss Bogdaskins (Jelgava) á skot framhjá
Úff,þarna munaði litlu. Gunnleifur missir boltann undir engri pressu og Lettarnir fá tvö prýðis skotfæri í teignum. Þarna sluppu Blikar vel.
0 Leikur hafinn
Blikar byrja með boltann og sækja að Sporthúsinu.
0
Liðin hafa verið kynnt til leiks og þetta er að hefjast.
0
Gulli Gull er á sínum stað í marki Blika en þessi síungi kappi fékk boð í vikunni að fljúga út til Frakklands og sjá leik Íslands og Frakklands á EM. Breiðablik á leik gegn ÍBV í Borgunabikarnum á sunnudaginn kl. 14:00 og því þurfti Gunnleifur að afþakka gott boð. Svekk!
0
Íslenskir knattspyrnuáhugamenn muna eflaust eftir markverði liðsins, Kaspars Ikstens, sem lék þrjá leiki með Víkingi Ólafsvík sumarið 2013. Ólsarar voru frekar fljótir að átta sig á þeirri staðreynd að Einar Hjörleifsson var miklu betri kostur í markinu og Ikstens fór fljótlega aftur heim til sín.
0
Þekktustu leikmenn liðsins eru miðjumennirnir Artis Lazdins (21 landsleikur) og framherjinn Daniils Turkovs (4 landsleikir).
0
Jelgava hefur ekki staðið sig neitt sérlega vel í lettnesku deildinni undanfarin ár. Liðið varð lettneskur meistari 2009 en hefur síðan verið í meðalmennskunni. Jelgava komst í Evrópukeppnina sem bikarmeistari í þetta sinn.
0
Upplýsingar um byrjunarlið og reyndar leikmannahóp Jelgava eru ekki enn komnar í hendur blaðamanna. Þetta hlýtur að skila sér.
0
Byrjunarlið Blika er klárt og er nokkuð hefðbundið. Jonathan Glenn kemur aftur inn en framherjinn var í leikbanni í síðasta deildarleik.
0
Gott kvöld og verið velkomin í beina textalýsingu mbl.is héðan af Kópavogsvelli þar sem að Breiðablik mætir Jelgava frá Lettlandi. Þetta er fyrri leikur liðanna í 1. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar, en seinni leikurinn fer fram í Lettlandi næsta fimmtudag.
Sjá meira
Sjá allt

Breiðablik: (4-3-3) Mark: Gunnleifur Gunnleifsson. Vörn: Alfons Sampsted, Damir Muminovic, Elfar Freyr Helgason, Davíð K. Ólafsson. Miðja: Oliver Sigurjónsson, Arnþór Ari Atlason (Sólon Breki Leifsson 62), Andri Rafn Yeoman (Ágúst E. Hlynsson 78). Sókn: Ellert Hreinsson, Jonathan Glenn (Gísli Eyjólfsson 62), Daniel Bamberg.
Varamenn: Aron Snær Friðriksson (M), Sólon Breki Leifsson, Ágúst E. Hlynsson, Viktor Örn Margeirsson, Arnór S. Aðalsteinsson, Guðmundur Friðriksson, Gísli Eyjólfsson.

Jelgava: (4-4-2) Mark: Kaspars Ikstens. Vörn: Gints Freimanis, Vitalijs Smirnovs, Abdoulaye Diallo, Valerijs Redjko. Miðja: Boriss Bogdaskins (Olegs Malasenoks 90), Ryotaro Nakano, Glebs Kluskins, Mindaugas Grigaravicius (Vladislavs Sorokins 78). Sókn: Daniils Turkovs (Kyrylo Silich 70), Artis Lazdins.
Varamenn: Marcis Melecis (M), Vladislavs Sorokins, Igors Savcenkovs, Kyrylo Silich, Olegs Malasenoks, Vladislav Klimovich, Kevin Kauber.

Skot: Breiðablik 13 (4) - Jelgava 13 (5)
Horn: Breiðablik 3 - Jelgava 9.

Lýsandi: Benedikt Grétarsson
Völlur: Kópavogsvöllur
Áhorfendafjöldi: 531

Leikur hefst
30. júní 2016 19:15

Aðstæður:
Hægur vindur og bjart. Völlurinn góður.

Dómari: Anders Poulsen, Danmörku
Aðstoðardómarar: Jakob Bille og Daniel R. Nørgaard

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert
Loka