Ágúst fjórði yngstur í sögunni

Damir Muminovic í baráttu við einn leikmann Jelgava.
Damir Muminovic í baráttu við einn leikmann Jelgava. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Ágúst Eðvald Hlynsson, leikmaður knattspyrnuliðs Breiðabliks, varð fjórði yngsti leikmaðurinn til þess að spila í Evrópudeildinni þegar hann hann kom inn á í 3:2-tapi liðsins gegn lettneska liðinu Jelgava á Kópavogsvelli á fimmtudagskvöldið. 

Ágúst Eðvald var 16 ára, þriggja mánaða og tveggja daga gamall þegar hann lék sinn fyrsta leik í Evrópudeildinni á fimmtudaginn. Svisslendingurinn Endogan Adili og Makedóninn Darko Velkovski eru yngstu leikmenn í sögu Evrópudeildarinnar, en þeir voru 16 ára og 16 daga gamlir þegar þeir þreyttu frumraun sína í Evrópudeildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert