Danirnir Kristian Gaarde og Andreas Albech hafa samið við knattspyrnudeild Vals um að leika með karlaliði félagsins út þetta tímabil.
Gaarde er 27 ára gamall miðjumaður og kemur frá Vejle en Albech er 24 ára varnarmaður sem lék síðast með Skive.
Þetta kemur fram á heimasíðu bold.dk.
Gaarde hefur verið samningsbundinn Vejle frá árinu 2013, leikið 34 leiki fyrir félagið og skorað sjö mörk. Albech lék 21 leik með Skive í dönsku fyrstu deildinni á síðustu leiktíð.
Valur er í sjöunda sæti Pepsi-deildar með 11 stig að loknum níu umferðum. Þrír Danir voru fyrir hjá liðinu: Rolf Toft, Rasmus Christiansen og Nikolaj Hansen.