Árni fór illa með Fjölnismenn

Blikinn Andri Rafn Yeoman sækir að Guðmundi Karli Guðmundssyni fyrirliða …
Blikinn Andri Rafn Yeoman sækir að Guðmundi Karli Guðmundssyni fyrirliða Fjölnis í kvöld. mbl.is/Ofeigur Lydsson

Breiðablik er komið á hæla efstu liðum Pepsi-deild­ar karla á ný eft­ir góðan útisig­ur á Fjölni, 3:0, í Grafar­vog­in­um í kvöld. Blikar eru komn­ir með 19 stig eins og Fjöln­is­menn, sem misstu þarna af tæki­færi til að kom­ast í efsta sæti deild­ar­inn­ar.

FH er með 22 stig, Stjarn­an 20, Fjöln­ir 19 og Breiðablik 19 í fjór­um efstu sæt­um deild­ar­inn­ar eft­ir leiki kvölds­ins og ljóst er að þetta er staða toppliðanna þear deild­in er hálfnuð.

Árni Vil­hjálms­son lék á ný með Breiðabliki en hann er kom­inn til fé­lags­ins sem lánsmaður og hann gerði held­ur bet­ur vart við sig með því að leggja upp öll þrjú mörk Kópa­vogsliðsins.

Fjöln­is­menn fengu fyrsta færið á 6. mín­útu þegar Þórir Guðjóns­son fékk send­ingu inní víta­teig Breiðabliks og renndi bolt­an­um fram­hjá Gunn­leifi í mark­inu en Elf­ar Freyr Helga­son var mætt­ur fyr­ir aft­an hann og bjargaði í horn

Blikar náðu for­yst­unni á 18. mín­útu þegar Arn­ór Sveinn Aðal­steins­son slapp inní víta­teig­inn hægra meg­in og renndi bolt­an­um fyr­ir markið. Árni Vil­hjálms­son renndi hon­um út og hinn bras­il­íski Daniel Bam­berg sendi hann í vinstra hornið niðri með föstu skoti 0:1.

Aðeins fimm mín­út­um síðar bættu Blikar við marki. Árni fékk bolt­ann fram völl­inn, hélt hon­um og renndi síðan á milli varn­ar­manna á Gísla Eyj­ólfs­son sem slapp inní víta­teig­inn og lyfti bolt­an­um lag­lega yfir Þórð í marki Fjöln­is, 0:2.

Skömmu síðar varði Gunn­leif­ur Gunn­leifs­son vel þegar bolt­inn breytti stefnu af varn­ar­manni eft­ir send­ingu Birn­is Snæs Inga­son­ar frá hægri. Gunn­leif­ur var snögg­ur niður og náði að sópa bolt­an­um út­fyr­ir stöng­ina og í horn.

Fjöln­is­menn, sem gerðu tvær breyt­ing­ar á sínu liði í hálfleik, fengu gullið tæki­færi til að kom­ast inní leik­inn á 55. mín­útu þegar dæmd var víta­spyrna á Gísla Eyj­ólfs­son fyr­ir að toga niður Gunn­ar Má Guðmunds­son eft­ir horn­spyrnu. Þórir Guðjóns­son tók víta­spyrn­una en Gunn­leif­ur Gunn­leifs­son varði glæsi­lega frá hon­um.

Á 74. mín­útu gerðu Blikar út um leik­inn. Enn var Árni Vil­hjálms­son í aðal­hlut­verki en hann hirti bolt­ann af Fjöln­is­manni rétt utan víta­teigs og renndi hon­um inn­fyr­ir vörn­ina á Andra Rafn Yeom­an sem skoraði af ör­yggi, 0:3.

Fjöln­ir 0:3 Breiðablik opna loka
Mörk
skorar Daniel Bamberg (18. mín.)
skorar Gísli Eyjólfsson (23. mín.)
skorar Andri Rafn Yeoman (74. mín.)
fær gult spjald Tobias Salquist (73. mín.)
Spjöld
fær gult spjald Oliver Sigurjónsson (60. mín.)
mín.
90 Leik lokið
Mjög sannfærandi sigur Breiðabliks.
90 Ellert Hreinsson (Breiðablik) á skot framhjá
90 Igor Jugovic (Fjölnir) á skot framhjá
89 Marcus Solberg (Fjölnir) á skalla sem fer framhjá
87 Gísli Eyjólfsson (Breiðablik) á skot framhjá
Hörkuskot frá vítateig eftir sendingu Árna en rétt framhjá.
83 Fjölnir fær hornspyrnu
83 Igor Jugovic (Fjölnir) á skot sem er varið
Breytti stefnu af varnarmanni í horn
81 Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik) kemur inn á
81 Arnþór Ari Atlason (Breiðablik) fer af velli
74 MARK! Andri Rafn Yeoman (Breiðablik) skorar
0:3 - Enn er Árni Vilhjálmsson maðurinn á bakvið mark Blika. Hann vinnur boltann af Fjölnismanni rétt utan vítateigs og rennir honum innfyrir á Andra sem er einn gegn Þórði í markinu og rennir boltanum í netið.
73 Tobias Salquist (Fjölnir) fær gult spjald
Fyrir brot
73 Oliver Sigurjónsson (Breiðablik) á skot sem er varið
Beint úr aukaspyrnu fyrir utan vinstra vítateigshorn en beint á Þórð
70 Ellert Hreinsson (Breiðablik) kemur inn á
70 Daniel Bamberg (Breiðablik) fer af velli
68 Ingimundur N. Óskarsson (Fjölnir) kemur inn á
Fyrsti leikur Ingimundar með Fjölni í 10 ár
68 Birnir Snær Ingason (Fjölnir) fer af velli
63 Fjölnir fær hornspyrnu
61
Arnþór Ari Atlason í dauðafæri eftir snögga sókn Blika. Þórður Ingason markvörður truflaði Arnþór sem missti af boltanum afturfyrir endamörkin!
60 Oliver Sigurjónsson (Breiðablik) fær gult spjald
Fyrir brot
55 Viðar Ari Jónsson (Fjölnir) á skalla sem fer framhjá
Viðar fylgdi á eftir þegar Gunnleifur varði vítaspyrnuna en skallaði yfir markið.
55 Þórir Guðjónsson (Fjölnir) skorar ekki úr víti
Gunnleifur Gunnleifsson ver vítaspyrnuna glæsileega!
55 Fjölnir fær víti
Gísli Eyjólfsson togar Gunnar Má Guðmundsson niður eftir hornspyrnu!
54 Fjölnir fær hornspyrnu
48
Fjölnismenn virðast komnir í 4-4-2 með Solberg og Þóri fremsta. Gunnar Már kemur fyrir Ólaf Pál á miðjunni.
47 Breiðablik fær hornspyrnu
Fjölnismenn bjarga á síðustu stundu eftir góða sókn Blika.
46 Seinni hálfleikur hafinn
Fjölnismenn búnir að gera tvær breytingar á liði sínu.
46 Gunnar Már Guðmundsson (Fjölnir) kemur inn á
46 Ólafur Páll Snorrason (Fjölnir) fer af velli
46 Marcus Solberg (Fjölnir) kemur inn á
46 Guðmundur K. Guðmundsson (Fjölnir) fer af velli
45
Það má alveg segja að Blikar hafi gjörnýtt markskot sín í fyrri hálfleiknum. Þeir áttu tvö skot og skoruðu úr báðum. Hinum megin bjargaði Elfar Freyr á marklínu og Gunnleifur forðaði marki á síðustu stundu. Mörkin hafa sem sagt fallið Blikamegin í annars jöfnum leik.
45 Hálfleikur
Hálfleikur og Blikar fara inn í klefa með fína stöðu, 2:0 forystu.
44 Fjölnir fær hornspyrnu
41 Fjölnir fær hornspyrnu
37 Alfons Sampsted (Breiðablik) kemur inn á
37 Arnór S. Aðalsteinsson (Breiðablik) fer af velli
35
Arnór er studdur af velli. Hann heldur ekki áfram. Áfall fyrir Blika en Arnór var búinn að vera einn albesti maður vallarins fram að þessu og átt þátt í flestöllum hættulegustu sóknum Blika.
33
Arnór Sveinn Aðalsteinsson liggur eftir að hafa stöðvað hraða sókn Fjölnis. Þarf aðhlynningu.
30 Martin Lund Pedersen (Fjölnir) á skot framhjá
Hörkuskot vinstra megin úr vítateignum eftir sendingu Ólafs Páls en rétt framhjá stönginni fjær. Fínasta skotfæri.
28 Fjölnir fær hornspyrnu
Ekkert kemur uppúr henni
28 Birnir Snær Ingason (Fjölnir) á skot sem er varið
Skot frá hægri ,boltinn breytir stefnu og Gunnleifur ver naumlega og glæsilega í horn
24
Þetta hefur heldur betur breyst. Blikar komnir með öll tök á leiknum eftir tvö mörk á fimm mínútum. Árni Vilhjálmsson í lykilhlutverki í þeim báðum.
23 MARK! Gísli Eyjólfsson (Breiðablik) skorar
0:2 - Snögg sókn Blika þar sem Árni Vilhjálmsson fékk boltann fram, laumaði honum á milli varnarmanna við vítateiginn þar sem Gísli tók hann með sér og lyfti honum laglega yfir Þórð í markinu.
18 MARK! Daniel Bamberg (Breiðablik) skorar
0:1 - Arnór Sveinn slapp enn einu sinni inní vítateiginn hægra megin og sendi fyrir, Árni Vilhjálmsson áði honum og renndi út á Bamberg sem skoraði með föstu skoti með jörðunni í vinstra hornið.
17
Það hefur heldur dofnað yfir leiknum eftir fjörlega byrjun. Jafnræði með liðunum.
13 Fjölnir fær hornspyrnu
11
Góð sókn Breiðabliks en Fjölnismenn stöðva hana á síðustu stundu í vítateignum eftir að Arnór Sveinn hafði sloppið inn hægra megin og sent boltann innundir vítapunkt. Hefði kannski átt að skjóta frekar.
7 Breiðablik fær hornspyrnu
Ivanovski er mættur og stöðvar Árna á síðustu stundu
7 Martin Lund Pedersen (Fjölnir) á skot sem er varið
Fínt færi á vítateig en hörmulegt skot sem drífur varla á markið!
6 Fjölnir fær hornspyrnu
6 Þórir Guðjónsson (Fjölnir) á skot sem er varið
Elfar Freyr bjargar á marklínu eftir að Þórir slapp innfyrir og renndi boltanum framhjá Gunnleifi. Heldur betur hætta þarna eftir að Martin Lund geystist upp og renndi boltanum inní teiginn á Þóri
5
Daniel Ivanovski miðvörður Fjölnis þarf aðhlynningu eftir björgunina og er utan vallar.
4 Breiðablik fær hornspyrnu
Góð sókn Blika þar sem Árni renndi boltanum inní vítateiginn á Arnór Svein en Fjölnismenn björguðu naumlega í horn
2
Blikar byrja betur og hafa sett talsverða pressu á Fjölnismenn á upphafsmínútunum.
1 Breiðablik fær hornspyrnu
1 Leikur hafinn
0
Þá er þetta að hefjast. Liðin klár, Blikar byrja og leika í átt að Esjunni.
0
Tæpar 10 mínútur í leik á Extra-velli Fjölnis. Verið að bleyta völlinn og liðin eru komin inní klefa. Fólk að tínast í stúkuna. Frábært fótboltaveður í kvöld ætti ekki að draga úr aðsókninni.
0
Jonathan Glenn er ekki í leikmannahópi Breiðabliks í kvöld og ekki heldur Guðmundur Atli Steinþórsson sem er í leyfi frá knattspyrnu í bili þar vegna einkenna sem komu fram í hjartaómskoðun á dögunum.
0
Árni Vilhjálmsson er kominn aftur til Breiðabliks sem lánsmaður frá Lilleström og hann kemur beint inní byrjunarliðið í kvöld fyrir Ellert Hreinsson sem sest á bekkinn. Að öðru leyti teflir Arnar Grétarsson fram sama byrjunarliði og í tapleiknum gegn ÍA í síðustu umferð, 0:1.
0
Ingimundur Níels Óskarsson er á meðal varamanna Fjölnis en hann er kominn til uppeldisfélagsins eftir tíu ára fjarveru. Hann gekk frá félagaskiptum frá Fylki á föstudaginn.
0
Ágúst Þór Gylfason þjálfari Fjölnis gerir tvær breytingar á byrjunarliði sínu frá tapleiknum gegn Stjörnunni á dögunum. Ólafur Páll Snorrason, sem hefur ekki spilað þrjá síðustu leiki, kemur inn í liðið, sem og fyrirliðinn Guðmundur Karl Guðmundsson sem var varamaður síðast. Í staðinn setjast Marcus Solberg og Gunnar Már Guðmundsson á bekkinn.
0
Breiðablik vann báða leikina við Fjölni í fyrra, 2:0 heima og 2:0 í Grafarvogi. Fjölnir hefur aldrei náð að vinna Kópavogsliðið í efstu deild en Blikar hafa unnið fimm viðureignir félaganna til þessa og þrisvar hafa þau skilið jöfn.
0
Fjölnir er í 2. sæti deildarinnar með 19 stig og með sigri kemst liðið i toppsæti deildarinnar. Breiðablik er 5. sætinu með 16 stig.
0
Velkomin með mbl.is á Exstravöllinn í Grafarvogi á beina textalýsingu frá leik Fjölnis og Breiðabliks í 11. umferð Pepsi-deildarinnar.
Sjá meira
Sjá allt

Fjölnir: (4-3-3) Mark: Þórður Ingason. Vörn: Viðar Ari Jónsson, Daniel Ivanovski, Tobias Salquist, Mario Tadejevic. Miðja: Igor Jugovic, Guðmundur K. Guðmundsson (Marcus Solberg 46), Ólafur Páll Snorrason (Gunnar Már Guðmundsson 46). Sókn: Birnir Snær Ingason (Ingimundur N. Óskarsson 68), Þórir Guðjónsson, Martin Lund Pedersen.
Varamenn: Steinar Örn Gunnarsson (M), Gunnar Már Guðmundsson, Ægir Jarl Jónasson, Guðmundur B. Guðjónsson, Marcus Solberg, Ingimundur N. Óskarsson, Hans Viktor Guðmundsson.

Breiðablik: (4-3-3) Mark: Gunnleifur Gunnleifsson. Vörn: Arnór S. Aðalsteinsson (Alfons Sampsted 37), Elfar Freyr Helgason, Damir Muminovic, Davíð K. Ólafsson. Miðja: Gísli Eyjólfsson, Oliver Sigurjónsson, Andri Rafn Yeoman. Sókn: Arnþór Ari Atlason (Höskuldur Gunnlaugsson 81), Árni Vilhjálmsson, Daniel Bamberg (Ellert Hreinsson 70).
Varamenn: Aron Snær Friðriksson (M), Höskuldur Gunnlaugsson, Atli Sigurjónsson, Ágúst E. Hlynsson, Viktor Örn Margeirsson, Ellert Hreinsson, Alfons Sampsted.

Skot: Breiðablik 6 (4) - Fjölnir 8 (4)
Horn: Breiðablik 4 - Fjölnir 8.

Lýsandi: Víðir Sigurðsson
Völlur: Extra-völlurinn
Áhorfendafjöldi: 1.051

Leikur hefst
17. júlí 2016 20:00

Aðstæður:
Skýjað, létt gola, 14 stiga hiti. Völlurinn virðist ágætur.

Dómari: Þorvaldur Árnason
Aðstoðardómarar: Frosti Viðar Gunnarsson og Eðvarð Eðvarðsson

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert