Fannst þetta ótrúlega gaman

Daniel Ivanovski, miðvörður Fjölnis, og Árni Vilhjálmsson í leiknum í …
Daniel Ivanovski, miðvörður Fjölnis, og Árni Vilhjálmsson í leiknum í kvöld. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Árni Vil­hjálms­son lagði upp öll þrjú mörk Breiðabliks í kvöld þegar liðið vann Fjölni 3:0 í Grafar­vog­in­um í Pepsi-deild karla en þetta var hans fyrsti leik­ur frá því hann sneri aft­ur til fé­lags­ins frá Nor­egi.

Árni er kom­inn til Kópa­vogsliðsins sem lánsmaður frá Lillestrøm en þar hef­ur hann fengið fá tæki­færi á yf­ir­stand­andi keppn­is­tíma­bili.

„Það var hrika­lega gam­an að spila fót­bolta í kvöld og enn þá skemmti­legra að fá þrjú stig," sagði Árni þegar mbl.is spjallaði við hann eft­ir leik­inn.

„Þetta er eins og geng­ur og ger­ist í fót­bolt­an­um, ég hafði lítið fengið að spreyta mig og þurfti að finna mér stað til að spila. Þetta eru fjór­ir mánuðir, það var gott að fá að koma heim í mitt upp­eld­is­fé­lag þar sem mér líður vel og fá að spila aft­ur. Eins og kannski sást á vell­in­um þá fannst mér þetta ótrú­lega gam­an. Mér sýn­ist á öllu að þetta hafi verið rétta skrefið hjá mér. Ég var líka með það í huga að kom­ast í gang fyr­ir leik­ina með 21-árs landsliðinu í haust, fá 90 mín­út­ur og það gekk í kvöld," sagði Árni.

Þú varst ekki lengi að ná góðri teng­ingu við liðsfé­lag­ana.

„Nei, það gekk vel. Ég er bú­inn að spila með mörg­um af þess­um strák­um og svo voru þarna tveir af mín­um æsku­fé­lög­um, Gísli og Hösk­uld­ur, sem ég er bú­inn að æfa spila með síðan ég var sex ára. Þetta var bara skemmti­legt.“

Hvernig er staðan hjá þér hjá Lillestrøm?

„Ég á eitt ár eft­ir af samn­ingn­um þar. Ég er í topp­formi í dag, ætla að nýta þetta tæki­færi til að gera mig klár­an fyr­ir verk­efn­in í haust og fram­haldið, og svo sjá­um við bara til hvað ger­ist," sagði Árni Vil­hjálms­son.

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert