Kemst Fjölnir á toppinn?

Fjölnir og Breiðablik mætast í kvöld.
Fjölnir og Breiðablik mætast í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Fjöln­is­menn fá tæki­færi til að kom­ast á topp Pepsi-deild­ar karla í knatt­spyrnu í kvöld þegar þeir taka á móti Breiðabliki í ell­eftu um­ferð deild­ar­inn­ar á heima­velli sín­um í  Grafar­vogi.

Fjöln­ir er með 19 stig og með mun betri marka­tölu en FH-ing­ar sem eru efst­ir með 22 stig og hafa leikið ein­um leik meira eft­ir jafn­teflið gegn ÍBV í Eyj­um í gær.

Til þess þurfa þó Fjöln­is­menn að brjóta ís­inn og sigra Blika í fyrsta skipti í efstu deild en það hef­ur þeim aldrei tek­ist til þessa. Breiðablik hef­ur unnið fimm af átta viður­eign­um fé­lag­anna í deild­inni og þris­var hafa liðin skilið jöfn. Blikar unnu báða leiki liðanna í fyrra, báða 2:0.

Breiðablik er með 16 stig í fimmta sæt­inu og má alls ekki við því að tapa leikn­um ef liðið ætl­ar að halda sér í toppslag deild­ar­inn­ar. Fram­herj­inn Árni Vil­hjálms­son er kom­inn aft­ur til Breiðabliks sem lánsmaður frá Lillestrøm og er kom­inn með leik­heim­ild með liðinu.

Í Ólafs­vík taka Vík­ing­ar á móti Stjörn­unni í öðrum leik sem hef­ur mikið vægi í topp­bar­átt­unni því Óls­ar­ar eru með 18 stig í þriðja sæt­inu og Stjarn­an er með 17 stig í fjórða sæt­inu. Sig­urliðið í þess­um leik gæti verið í öðru sæt­inu þegar deild­in er hálfnuð.

Í Árbæn­um er mik­ill botnslag­ur á milli Reykja­vík­urliðanna Fylk­is og KR en ljóst er að annað þeirra verður í fallsæti að lok­inni fyrri helm­ingi Íslands­móts­ins. KR er í 10. sæt­inu með 10 stig en Fylk­ir er í 11. sæt­inu með 8 stig og hef­ur unnið síðustu tvo leiki sína.

KR-ing­ar hafa lengi haft góð tök á Fylk­is­mönn­um á úti­velli en þeir hafa aðeins tapað einu sinni í síðustu ell­efu heim­sókn­um sín­um í Árbæ­inn, og unnið átta þeirra.

Fjórði leik­ur kvölds­ins er svo á Akra­nesi þar sem Skaga­menn, sem hafa unnið þrjá leiki í röð, fá Vals­menn í heim­sókn. Val­ur er með 14 stig í sjötta sæt­inu en ÍA er með 13 stig í átt­unda sæt­inu.

Vals­menn geta teflt fram þrem­ur nýj­um mönn­um en Dan­irn­ir Kristian Ga­ar­de og Andreas Al­bech og Sveinn Aron Guðjohnsen sem kom frá HK eru all­ir komn­ir með leik­heim­ild með Hlíðar­endaliðinu.

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert