Jafnt með Breiðabliki og Fylki

Andri Rafn Yeoman hefur leikið vel á miðjunni hjá Breiðabliki …
Andri Rafn Yeoman hefur leikið vel á miðjunni hjá Breiðabliki í sumar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Breiðablik og Fylkir skildu jöfn þegar liðin mættust í 13. umferð Pepsi-deildar karla á Kópavogsvellinum í kvöld, lokatölur 1:1. 

Markalaust var í fyrri hálfleik en fyrsta mark leiksins kom á 54. mínútu þegar Damir Muminovic skallaði boltann í netið eftir fyrirgjöf frá Arnóri Sveini Aðalsteinssyni og kom Blikum í 1:0. 

Fylkismenn voru ekki lengi að svara fyrir sig því aðeins fjórum mínútum síðar jafnaði Emil Ásmundsson metin. Gunnleifur Gunnleifsson varði skot frá Ragnari Braga út í teig en þar var Emil sem kom boltanum í netið. 

Eftir úrslitin eru Blikar í fjórða sæti deildarinnar með 23 stig, þremur stigum á eftir toppliði FH sem gerði jafntefli í kvöld. Fylkir er hinsvegar enn í botnbaráttunni með 9 stig og þurfa að brúa fimm stiga bil til að komast úr fallsæti. 

Breiðablik 1:1 Fylkir opna loka
90. mín. Breiðablik fær hornspyrnu
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka