Blikar halda sér í toppbaráttunni

Daniel Bamberg hjá Blikum fer í Aron Lloyd Green í …
Daniel Bamberg hjá Blikum fer í Aron Lloyd Green í leiknum í kvöld. Mbl.is/Kjartan Þorbjörnsson

Breiðablik lagði Þrótt 2:0 þegar liðin mætt­ust í 15. um­ferð Pepsi-deild­ar karla á Kópa­vogs­vell­in­um í kvöld. Sig­ur­inn var kær­kom­inn fyr­ir Blika sem halda sér í topp­bar­átt­unni. Þeir eru nú í 4. sæti, fimm stig­um á eft­ir toppliði FH. Útlitið er hins­veg­ar svart fyr­ir Þrótt­ara. Þeir sitja sem fast­ast á botni deild­ar­inn­ar og hefðu sár­lega þurft að krafsa ein­hver stig úr leikn­um. 

Blikar hófu leik­inn af mikl­um krafti og voru ekki lengi að setja mark sitt á leik­inn. Eft­ir aðeins fimm mín­út­ur af leiktíma vann Oli­ver Sig­ur­jóns­son bolt­ann á miðjunni og sendi á Árna Vil­hjálms­son sem stóð við víta­teigs­bog­an­um. Árni snéri sér og skaut lag­lega fram­hjá Arn­ari Darra í mark­inu. 

Rétt rúm­lega tutt­ugu mín­út­um síðar var Gísli Eyj­ólfs­son felld­ur af Vikt­ori Ill­uga Unn­ars­syni ná­lægt víta­teign­um. Oli­ver Sig­ur­jóns­son tók spyrn­una, setti bolt­ann upp í hægra hornið og Arn­ar Darri átti litla sem enga mögu­leika á vörslu. Und­ir lok hálfleiks komust Þrótt­ar­ar loks­ins inn í leik­inn en staðan í hálfleik var 2:0 fyr­ir Blik­um. 

Í seinni hálfleik komu Þrótt­ar­ar mun sterk­ari til leiks en í þeim fyrri og hófu að ógna marki Blika af ein­hverju viti. Blikar áttu einnig sín færi en ekk­ert mark var skorað í seinni hálfleik og niðurstaðan ör­ugg­ur sig­ur Blika sem hefðu getað gert út um leik­inn með því að nýta tvö dauðafæri sem þeir fengu.

Breiðablik 2:0 Þrótt­ur opna loka
skorar Árni Vilhjálmsson (5. mín.)
skorar Oliver Sigurjónsson (26. mín.)
Mörk
Spjöld
fær gult spjald Viktor Unnar Illugason (24. mín.)
fær gult spjald Aron Lloyd Green (69. mín.)
fær gult spjald Björgvin Stefánsson (87. mín.)
mín.
90 Leik lokið
Lokatölur 2:0 fyrir Breiðablik. Þeir halda sér í toppbaráttunni en Þróttarar eru í heljarinnar slæmum málum.
90 Björgvin Stefánsson (Þróttur) á skot sem er varið
90
FJórar mínútur í uppbótartíma.
88 Þróttur fær hornspyrnu
88 Tonny Mawejje (Þróttur) á skot sem er varið
Tonny með tilraun utan teigs en það fer í varnarmann og horn.
87 Björgvin Stefánsson (Þróttur) fær gult spjald
82 Jonathan Glenn (Breiðablik) kemur inn á
82 Árni Vilhjálmsson (Breiðablik) fer af velli
78 Atli Sigurjónsson (Breiðablik) kemur inn á
78 Gísli Eyjólfsson (Breiðablik) fer af velli
75 Þróttur (Þróttur) á skot framhjá
75 Christian Sörensen (Þróttur) á skot sem er varið
Christian Sörensen í skyndisókn og skýtur utan teigs en Gunnleifur ver.
73
Þróttarar hafa verið betri en Blikar í seinni hálfleik. Það er spurning hvort þeir nái að brjóta ísinn.
72 Björgvin Stefánsson (Þróttur) á skalla sem er varinn
Það kemur djúp fyrirgjöf frá Þróttara inn í teig og þar eru þrír óvaldaðir Þróttarar. Björgvin stekkur og skallar en Gunnleifur ver. Þarna hefðu Þróttarar átt að minnka muninn.
69 Aron Lloyd Green (Þróttur) fær gult spjald
67 Aron Þ. Albertsson (Þróttur) kemur inn á
67 Viktor Unnar Illugason (Þróttur) fer af velli
66 Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik) kemur inn á
66 Daniel Bamberg (Breiðablik) fer af velli
65 Þróttur fær hornspyrnu
64 Þróttur fær hornspyrnu
64 Ragnar Pétursson (Þróttur) á skot sem er varið
Ragnar tekur sprett af kantinum að teignum, sker út á við og reynir fast skot sem fer af varnarmanni og í horn.
64 Daniel Bamberg (Breiðablik) á skot framhjá
Daniel reynir langskot úr aukaspyrnu. Það er fast en hann hittir ekki á rammann.
61 Árni Vilhjálmsson (Breiðablik) á skot framhjá
Árni er allt í einu kominn einn í gegn og reynir að hamra skoppandi boltann í netið en kiksar svakalega.
60 Breiðablik fær hornspyrnu
59 Thiago Pinto Borges (Þróttur) kemur inn á
59 Vilhjálmur Pálmason (Þróttur) fer af velli
55 Breiðablik fær hornspyrnu
55 Tonny Mawejje (Þróttur) á skot framhjá
Boltinn dettur út fyrir teiginn eftir hornspyrnu. Tonny kemur og skýtur í fyrsta og boltinn fer rétt yfir slánna.
52 Árni Vilhjálmsson (Breiðablik) á skot sem er varið
Alfons Sampsted með frábæra fyrirgjöf á Árna sem er í góðu færi, tekur hann í fyrsta en Arnar Darri ver ágætlega.
50 Christian Sörensen (Þróttur) á skot sem er varið
Christian reynir langskot, boltinn er fastur en fer af Blika og í horn.
50 Þróttur fær hornspyrnu
46 Seinni hálfleikur hafinn
45 Hálfleikur
Þægileg staða hjá Breiðabliki í hálfleik. Þróttarar komust aðeins inn í leikinn undir lokin en það þarf mun meira til.
44 Karl Brynjar Björnsson (Þróttur) á skalla sem er varinn
Karl Brynjar nær hættulegum skalla eftir hornspyrnu frá Viktori Unnari en boltinn fer í faðminn á Gunnleifi.
44 Þróttur fær hornspyrnu
40 Árni Vilhjálmsson (Breiðablik) á skot sem er varið
Gísli er fljótur að taka aukaspyrnu, sendir langan á Árna sem er inni í teig. Árni tekur hann á bringuna, snýr í leiðinni og skýtur en Arnar Darri gerir vel.
39 Oliver Sigurjónsson (Breiðablik) á skot framhjá
Oliver reynir langt skot úr aukaspyrnu en boltinn svífur vel yfir slánna.
36 Arnþór Ari Atlason (Breiðablik) á skot sem er varið
Hvílíkt klúður! Aron í vörn Þróttar misstígur sig og Arnþór og Árni eru komnir einir á móti marki. Arnþót ákveður að skjóta en skotið er laust og auðvelt fyrir Arnar í markinu. Algjört dauðafæri.
35 Þróttur fær hornspyrnu
29 Breiðablik fær hornspyrnu
28 Ragnar Pétursson (Þróttur) kemur inn á
28 Baldvin Sturluson (Þróttur) fer af velli
26 MARK! Oliver Sigurjónsson (Breiðablik) skorar
Staðan er 2:0 fyrir Breiðablik. Oliver Sigurjónsson tekur aukaspyrnuna sem Blikar fengur þegar Viktor felldi Gísla fyrir utan teiginn. Oliver snýr boltann frábærlega upp í hægra hornið og Arnar Darri í markinu átti litla möguleika.
24 Viktor Unnar Illugason (Þróttur) fær gult spjald
Viktor Unnar fellir Gísla Eyjólfsson sem var kominn á harðasprett frá miðjunni að teignum.
23 Andri Rafn Yeoman (Breiðablik) á skot sem er varið
Andri kemst í gott skotfæri í teignum en varnarmaður Þróttar er réttur maður á réttum stað.
22
Acoff tekur sprettinn frá vængnum að stönginn og sendir fast fyrir en varnarmenn Breiðabliks ná að hreinsa
21
Oliver Sigurjónsson fór af velli í aðhlynningu í örstutta stund en er kominn aftur inn á.
19
Blikar hafa verið ráðandi hingað til og skeinuhættir í sókn. Þróttur þarf að fara að komast inn í leikinn.
18 Christian Sörensen (Þróttur) á skot framhjá
Christian tekur bjartsýnilegt skot utan teigs en hittir boltann ekki nægilega vel.
15 Breiðablik fær hornspyrnu
12
Árni Vilhjálmsson skallar í netið eftir fyrirgjöf en flaggið fer á loft. Engin mótmæli hjá Blikum.
9 Breiðablik fær hornspyrnu
5 MARK! Árni Vilhjálmsson (Breiðablik) skorar
Staðan er 1:0 fyrir Breiðablik. Oliver Sigurjónsson vinnur boltann á miðjunni, sendir á Árna sem er staðsettur við vítateigsbogann. Árni snýr og setur boltann laglega í hægra horn marksins. Frábærlega klárað!
1 Leikur hafinn
0
Eins, það er sigur nauðsynlegur fyrir Breiðablik ef það vill halda sér í toppbaráttunni. Blikar eru í 4. sæti, fimm stigum á eftir toppliði FH.
0
Þróttur þarf nauðsynlega að fá eitthvað út úr þessum leik til að eiga möguleika á að halda sér uppi. Liðið hefur ekki sigrað í sjö deildarleikjum í röð og situr í neðsta sæti.
0
Heilir og sælir lesendur góðir og verið velkomnir í beina textalýsingu mbl.is frá leik Breiðabliks og Þróttar í 15. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu sem fram fer á Kópavogsvellinum í kvöld.
Sjá meira
Sjá allt

Breiðablik: (4-5-1) Mark: Gunnleifur Gunnleifsson. Vörn: Alfons Sampsted, Elfar Freyr Helgason, Viktor Örn Margeirsson, Davíð K. Ólafsson. Miðja: Arnþór Ari Atlason, Gísli Eyjólfsson (Atli Sigurjónsson 78), Oliver Sigurjónsson, Andri Rafn Yeoman, Daniel Bamberg (Höskuldur Gunnlaugsson 66). Sókn: Árni Vilhjálmsson (Jonathan Glenn 82).
Varamenn: Hlynur Örn Hlöðversson (M), Kári Ársælsson, Höskuldur Gunnlaugsson, Atli Sigurjónsson, Ágúst E. Hlynsson, Jonathan Glenn, Ellert Hreinsson.

Þróttur: (4-3-3) Mark: Arnar Darri Pétursson. Vörn: Baldvin Sturluson (Ragnar Pétursson 28), Hreinn Ingi Örnólfsson, Karl Brynjar Björnsson, Aron Lloyd Green. Miðja: Viktor Unnar Illugason (Aron Þ. Albertsson 67), Tonny Mawejje, Christian Sörensen. Sókn: Dion Acoff, Björgvin Stefánsson, Vilhjálmur Pálmason (Thiago Pinto Borges 59).
Varamenn: Trausti Sigurbjörnsson (M), Aron Þ. Albertsson, Hallur Hallsson, Brynjar Jónasson, Finnur Ólafsson, Ragnar Pétursson, Thiago Pinto Borges.

Skot: Breiðablik 9 (6) - Þróttur 10 (7)
Horn: Breiðablik 5 - Þróttur 6.

Lýsandi: Þorsteinn Friðrik Halldórsson
Völlur: Kópavogsvöllur

Leikur hefst
15. ágú. 2016 18:00

Aðstæður:
16 stiga hlýindi og skýjað, völlurinn fagurgrænn.

Dómari: Þóroddur Hjaltalín
Aðstoðardómarar: Frosti Viðar Gunnarsson og Eðvarð Eðvarðsson

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert
Loka