Blikar halda sér í toppbaráttunni

Daniel Bamberg hjá Blikum fer í Aron Lloyd Green í …
Daniel Bamberg hjá Blikum fer í Aron Lloyd Green í leiknum í kvöld. Mbl.is/Kjartan Þorbjörnsson

Breiðablik lagði Þrótt 2:0 þegar liðin mættust í 15. umferð Pepsi-deildar karla á Kópavogsvellinum í kvöld. Sigurinn var kærkominn fyrir Blika sem halda sér í toppbaráttunni. Þeir eru nú í 4. sæti, fimm stigum á eftir toppliði FH. Útlitið er hinsvegar svart fyrir Þróttara. Þeir sitja sem fastast á botni deildarinnar og hefðu sárlega þurft að krafsa einhver stig úr leiknum. 

Blikar hófu leikinn af miklum krafti og voru ekki lengi að setja mark sitt á leikinn. Eftir aðeins fimm mínútur af leiktíma vann Oliver Sigurjónsson boltann á miðjunni og sendi á Árna Vilhjálmsson sem stóð við vítateigsboganum. Árni snéri sér og skaut laglega framhjá Arnari Darra í markinu. 

Rétt rúmlega tuttugu mínútum síðar var Gísli Eyjólfsson felldur af Viktori Illuga Unnarssyni nálægt vítateignum. Oliver Sigurjónsson tók spyrnuna, setti boltann upp í hægra hornið og Arnar Darri átti litla sem enga möguleika á vörslu. Undir lok hálfleiks komust Þróttarar loksins inn í leikinn en staðan í hálfleik var 2:0 fyrir Blikum. 

Í seinni hálfleik komu Þróttarar mun sterkari til leiks en í þeim fyrri og hófu að ógna marki Blika af einhverju viti. Blikar áttu einnig sín færi en ekkert mark var skorað í seinni hálfleik og niðurstaðan öruggur sigur Blika sem hefðu getað gert út um leikinn með því að nýta tvö dauðafæri sem þeir fengu.

Breiðablik 2:0 Þróttur opna loka
90. mín. FJórar mínútur í uppbótartíma.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka