Helena Ólafsdóttir tekur við ÍA

Frá vinstri sitjandi: Sævar Freyr Þráinsson, varaformaður KFÍA, Helena Ólafsdóttir, …
Frá vinstri sitjandi: Sævar Freyr Þráinsson, varaformaður KFÍA, Helena Ólafsdóttir, Magnús Guðmundsson, formaður KFÍA. Fyrir aftan standa núverandi þjálfarar Steindóra Steinsdóttir og Kristinn Guðbrandsson. Ljósmynd/ÍA

Helena Ólafs­dótt­ir hef­ur verið ráðin þjálf­ari meist­ara­flokks kvenna fyr­ir næsta tíma­bil hjá Knatt­spyrnu­fé­lagi ÍA. Þetta kem­ur fram í frétta­til­kynn­ingu frá ÍA.

Helena mun því taka við liðinu af þeim Kristni Guðbrands­syni og Stein­dóru Steins­dótt­ur sem eins og áður hef­ur verið greint frá munu klára tíma­bilið með liðið í Pepsi-deild. Krist­inn og Stein­dóra munu áfram vera í baklandi meist­ara­flokks kvenna auk þess að sinna fleiri verk­efn­um hjá fé­lag­inu.

Helena Ólafs­dótt­ir hef­ur víðtæka reynslu af kvennaknatt­spyrnu. Hún starfaði síðast sem þjálf­ari hjá FK Fort­una í Álasund í Nor­egi. Þar áður þjálfaði hún meist­ara­flokk hjá FH, Sel­foss, KR og Val. Helena þjálfaði einnig A-landslið kvenna 2003-2004.

Helena var á sín­um tíma sig­ur­sæll leikmaður og varð marg­fald­ur Íslands­meist­ari með KR á ár­un­um 1993-1999. Hún lék einnig með liði ÍA og varð m.a. bikar­meist­ari með liðinu árið 1992. Helena lék 8 A-lands­leiki fyr­ir Ísland.

Aníta Lísa Svans­dótt­ir verður aðstoðarmaður Helenu en hún er fyrr­ver­andi leikmaður ÍA. Hún mun jafn­framt þjálfa ann­an flokk kvenna.

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
03.04 22:00 Ísland : Noregur
04.04 18:00 Sviss : Frakkland
07.04 22:00 Ísland : Sviss
08.04 17:00 Noregur : Frakkland
29.05 22:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
02.06 22:00 Ísland : Frakkland
02.06 22:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
03.04 22:00 Ísland : Noregur
04.04 18:00 Sviss : Frakkland
07.04 22:00 Ísland : Sviss
08.04 17:00 Noregur : Frakkland
29.05 22:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
02.06 22:00 Ísland : Frakkland
02.06 22:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert