Blikar misstu endanlega af titlinum

Blikinn Andri Rafn Yeoman og Eyjamaðurinn Felix Örn Friðriksson kljást …
Blikinn Andri Rafn Yeoman og Eyjamaðurinn Felix Örn Friðriksson kljást um boltann á Kópavogsvelli í dag. mbl.is/Ófeigur

Breiðablik og ÍBV gerðu 1:1 jafntefli þegar liðin mættust í 20. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu á Kópavogsvellinum í dag.

Hafsteinn Briem kom ÍBV yfir á 38. mínútu leiksins þegar hann skoraði með góðum skalla eftir hornspyrnu Jóns Ingasonar.

Höskuldur Gunnlaugsson jafnaði síðan metin fyrir Breiðablik þegar hann skoraði með skoti af stuttu færi á 48. mínútu leiksins, en Höskuldur kom inná sem varamaður í hálfleik. 

Breiðablik er í öðru sæti deildarinnar með 35 stig og er í harðri baráttu um Evrópusæti á meðan ÍBV er í 10. sæti deildarinnar með 19 stig og stendur í harðri fallbaráttu.  

Breiðablik 1:1 ÍBV opna loka
90. mín. Aron Bjarnason (ÍBV) fer af velli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert