Hverjir falla og hvaða lið komast í Evrópukeppni?

Gunnar Heiðar Þorvaldsson og félagar hans í ÍBV unnu góðan …
Gunnar Heiðar Þorvaldsson og félagar hans í ÍBV unnu góðan sigur á Val í dag. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Það varð ljóst í dag að Þrótt­ur R. fell­ur úr efstu deild karla í knatt­spyrnu en eft­ir jafn­tefli þeirra gegn Fylki var það staðfest. Það verður hart bar­ist í síðustu um­ferðinni, næst­kom­andi laug­ar­dag, um að forðast fallið með Þrótti. Einnig verður bar­ist um tvö sæti sem gefa þátt­töku­rétt í Evr­ópu­keppni á næsta ári.

Góð staða Eyja­manna

Þrjú lið berj­ast um að forðast fallið; Fylk­ir, Vík­ing­ur Ólafs­vík og ÍBV. Eyja­menn unnu góðan sig­ur á Val, 4:0, í Eyj­um í dag. Þeir eru í bestu stöðunni af áður­nefnd­um þrem­ur liðum, í 9. sæti með 22 stig en þeir sækja Íslands­meist­ara FH heim í lokaum­ferðinni. Þeir eru stigi á und­an Óls­ur­um og þrem­ur stig­um á und­an Fylki og marka­tala Eyja­manna er átta mörk­um betri en Fylk­is. Til að ÍBV falli þurfa því bæði Vík­ing­ur Ólafs­vík og Fylk­ir að vinna og Fylk­is­menn þurfa að vinna sinn leik stórt.

Staða Fylk­is er ekki góð eft­ir 2:2-jafn­tefli gegn Þrótt­ur­um í Árbæn­um. Árbæ­ing­ar sækja KR heim í Vest­ur­bæ­inn í síðustu um­ferð og verða að vinna þann leik, ann­ars falla þeir niður í næ­stefstu deild. 

Ólafs­vík­ing­ar fagna því ef­laust að Fylk­ir náði ekki að vinna Þrótt í dag. Þeir eru í 10. sæti deild­ar­inn­ar eft­ir 1:0-tap gegn KR í Ólafs­vík í dag. Ólafs­vík­ing­ar sækja Stjörn­una heim í síðustu um­ferð og verða að vinna til að gull­tryggja sæti sitt. Tak­ist Fylki hins veg­ar ekki að vinna KR þá eru Ólafs­vík­ing­ar ör­ugg­ir um sæti í deild þeirra bestu að ári.

Staða neðstu liða fyr­ir lokaum­ferðina:

ÍBV 22 stig -4 mörk
Vík­ing­ur Ó. 21 stig -12 mörk
Fylk­ir 19 stig -12 mörk
Þrótt­ur R. 14 stig -30 mörk

Mik­il­væg­ur sig­ur Stjörn­unn­ar í Grafar­vog­in­um

Tvö lið fylgja Íslands­meist­ur­um FH og bikar­meist­ur­um Vals í Evr­ópu­keppni á næsta tíma­bili. Fjög­ur lið berj­ast um tvö laus sæti; Stjarn­an 36 stig, Breiðablik 35 stig, KR 35 stig og Fjöln­ir 34 stig. 

Stjarn­an sigraði Fjölni, 1:0, í gríðarlega mik­il­væg­um leik í bar­átt­unni um Evr­óp­u­sæti. Stjörnu­menn eru með pálm­ann í hönd­un­um og með sigri gegn Vík­ingi Ólafs­vík í lokaum­ferðinni eru þeir bún­ir að tryggja sér far­seðil­inn til Evr­ópu.

Breiðablik er í þriðja sæt­inu, þrátt fyr­ir 1:0-tap gegn ÍA uppi á Skaga í dag. Breiðablik tek­ur á móti Fjölni í síðustu um­ferðinni og verður að vinna þann leik til að tryggja sér Evr­óp­u­sætið. Breiðablik er með jafn­mörg stig og KR en marka­tala liðsins er hag­stæðari sem mun­ar fjór­um mörk­um. Sig­ur Blika á laug­ar­dag myndi því lík­leg­ast duga, nema KR-ing­ar valti yfir Fylki í sín­um leik.

Von Fjöln­ismanna er veik fyr­ir lokaum­ferðina. Þeir verða að vinna Breiðablik í Kópa­vog­in­um og treysta á sama tíma á að Stjarn­an eða KR vinni ekki sína leiki. 

KR tek­ur, eins og áður kom fram, á móti Fylki. Sig­ur þar trygg­ir liðinu sæti í Evr­ópu­keppni fari svo að Stjarn­an eða Breiðablik vinni ekki sína leiki. Einnig gæti KR farið til Evr­ópu með því að bursta Fylki.

Evr­ópu­bar­átt­an:

Stjarn­an 36 stig +9 mörk
Breiðablik 35 stig +10 mörk
KR 35 stig +6 mörk
Fjöln­ir 34 stig +14 mörk

Leik­irn­ir í lokaum­ferðinni, sem fer fram laug­ar­dag­inn 1. októ­ber kl. 14.00:

KR - Fylk­ir
FH - ÍBV
Stjarn­an - Vík­ing­ur Ó.
Breiðablik - Fjöln­ir
Val­ur - ÍA
Þrótt­ur R. - Vík­ing­ur R.

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert