Óttar Magnús Karlsson, hinn 19 ára gamli framherji Víkings í Reykjavík, var kjörinn efnilegasti leikmaður Pepsi-deildar karla í knattspyrnu 2016 af leikmönnum deildarinnar.
Óttar tók við viðurkenningunni rétt í þessu á Þróttarvellinum eftir sigur Víkinga á Þrótti í lokaumferðinni í dag, 2:1. Hann var markahæsti leikmaður Víkings á tímabilinu með 7 mörk en Óttar kom aftur til uppeldisfélags síns fyrir tímabilið eftir að hafa leikið með unglingaliði Ajax í Hollandi undanfarin tvö ár.