Portland nýtti réttinn til Dagnýjar

Dagný Brynjarsdóttir fagnar marki með Portland.
Dagný Brynjarsdóttir fagnar marki með Portland. Ljósmynd/@ThornsFC

Bandaríska knattspyrnufélagið Portland Thorns tilkynnti í gær að það hefði ákveðið að nýta sér réttinn til að framlengja samning sinn við íslensku landsliðskonuna Dagnýju Brynjarsdóttur, auk níu annarra leikmanna.

Portland hafði rétt til að gera samninga við leikmennina sem gilda út næsta ár.

Portland átti mikilli velgengni að fagna á nýafstaðinni leiktíð en liðið varð deildarmeistari og lék því í úrslitakeppninni, en féll þar úr leik gegn Western New York Flash í dramatískum, framlengdum leik.

Þetta var fyrsta tímabil Dagnýjar í bandarísku atvinnumannadeildinni og skoraði hún fimm mörk í sautján leikjum í deildinni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert