Theódór Elmar Bjarnason heldur sæti sínu í byrjunarliði Íslands og Hörður Björgvin Magnússon kemur inn í liðið fyrir leikinn gegn Króötum sem hefst eftir rúma klukkustund í Zagreb í undankeppni HM í knattspyrnu.
Fylgst verður með gangi mála í leiknum hér á mbl.is.
Fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson snýr aftur í sína stöðu á miðjunni eftir að hafa tekið út leikbann og því heldur Theódór sæti sínu á kantinum þar sem Birkir Bjarnason, sem lék á miðjunni með Gylfa í síðasta leik, spilar nú fyrir aftan Jón Daða Böðvarsson í framlínunni.
Hörður Björgvin kemur inn fyrir Ara Frey Skúlason vegna sýkingar í fæti hjá Ara.
Byrjunarliðið í heild sinni má sjá hér að neðan:
Mark: Hannes Þór Halldórsson
Vörn: Birkir Már Sævarsson, Ragnar Sigurðsson, Kári Árnason, Hörður Björgvin Magnússon;
Miðja:Theódór Elmar Bjarnason, Aron Einar Gunnarsson, Birkir Bjarnason, Jóhann Berg GUðmundsson
Sókn: Gylfi Þór Sigurðsson, Jón Daði Böðvarsson.