Hewson genginn í raðir Grindavíkur

Sam Hewson í treyju Grindavíkur í dag.
Sam Hewson í treyju Grindavíkur í dag. Ljósmynd/Grindavík

Sam Hewson hefur skrifað undir tveggja ára samning við Grindavík, nýliðana í Pepsi-deild karla í knattspyrnu.

Hewson, sem er 28 ára gamall, kemur til félagsins frá FH þar sem hann hefur leikið síðustu þrjú ár. Hann kom fyrst hingað til lands árið 2011 og gekk þá til liðs við Fram. Alls á hann að baki 90 leiki í efstu deild hér á landi og hefur í þeim skorað tvö mörk.

Hewson er uppalinn hjá Manchester United, þar sem hann var frá tíu ára aldri árið 1998. Hann var um tíma fyrirliði U18 ára liðs United og var meðal annars á varamannabekk United í Meistaradeildinni árið 2007, þegar hann var ónotaður varamaður gegn Roma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert