Halldór Orri Björnsson, sem gekk í dag í raðir FH, segir tveggja vikna samningaviðræður við Stjörnuna hafa siglt í strand. Í framhaldinu hafi hann haft samband við FH.
„Ég bað umboðsmann minn um að hafa samband við FH því ég vildi heyra í þeim fyrst til að sjá hvort þar væri einhver áhugi. Það var bara í gær og þetta kláraðist í gær,“ sagði Halldór Orri þegar mbl.is ræddi við hann á blaðamannafundi í dag.
Halldór átti eitt ár eftir af samningi sínum við Stjörnuna en í honum var uppsagnarákvæði. Hann sagði breyttar forsendur hafa verið uppi í viðræðunum við Stjörnuna og þær hafi hann ekki getað sætt sig við þegar uppi var staðið.
Viðtalið við Halldór í heild sinni er að finna í meðfylgjandi myndskeiði.