Knattspyrnudeild Fram og knattspyrnudeild Aftureldingar hafa gert með sér samkomulag um að senda sameiginlegt lið til keppni í meistaraflokki kvenna á komandi leiktíð.
Samningurinn nær til næstu þriggja keppnistímabila.
Í tilkynningu segir að viðræður um málið hafi staðið yfir um skeið og að félögin tvö hafi átt í farsælu samstarfi með yngri flokka kvenna síðustu ár.
Fram og Afturelding léku bæði í 1. deild í sumar, sitt í hvorum riðlinum, en leika í 2. deild í sumar eftir að ákveðið var að hafa þrjár deildir á Íslandsmóti kvenna.