Sigurður Ragnar Eyjólfsson sendi fjölmiðlum yfirlýsingu nú rétt í þessu þar sem hann harmar orðalag sitt er hann gagnrýndi Frey Alexandersson, landsliðsþjálfara íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu og sagði hann hafa fordóma gagnvart kínverski knattspyrnu.
Sjá frétt mbl.is: Finnst Freyr vera á hálum ís
Yfirlýsingu Sigurðar má lesa hér að neðan:
„Í viðtali við mig við Fréttatímann í dag þá er eftir mér haft að mér finnist fordómar ríkja gagnvart kínverskri knattspyrnu, sem skíni í gegn í viðtölum til dæmis við Frey Alexandersson landsliðsþjálfara í knattspyrnu. Þarna hljóp ég á mig og tók alltof sterkt til orða. Ég vil ekki ásaka neinn um fordóma og bið Frey Alexandersson og alla hlutaðeigandi afsökunar á þessum ummælum. Frey er að sjálfsögðu frjálst að hafa sína skoðanir eins og ég mínar. Þarna tókst mér ekki nógu vel að koma orðum að mínum. Ég hef sent Frey afsökunarbeiðni og bið jafnframt fjölmiðla um að birta þessa afsökunarbeiðni mína.
Virðingarfyllst, Sigurður Ragnar Eyjólfsson.“