Jafnt hjá Breiðabliki og Grindavík

Alexander Veigar Þórarinsson og félagar hans hjá Grindavík hafa farið …
Alexander Veigar Þórarinsson og félagar hans hjá Grindavík hafa farið vel af stað í Lengjubikarnum á þessu keppnistímabili. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Breiðablik og Grindavík skildu jöfn, 1:1, þegar liðin mættust í riðli 4 í A-deild Lengjubikars karla í knattspyrnu í Fífunni í dag. 

Það var bandaríski sóknarmaðurinn William Daniels sem náði forystunni fyrir Grindavík, en hann kom boltanum fram hjá Gunnleifi Vigni Gunnleifssyni, markverði Breiðabliks, á 14. mínútu leiksins.

Davíð Kristján Ólafsson jafnaði síðan metin fyrir Breiðablik þegar hann skoraði með huggulegri hælspyrnu eftir hornspyrnu á 57. mínútu leiksins. 

Grindavík hefur fjögur stig eftir fyrstu tvo leiki sína í riðlakeppninni, en liðið vann öruggan 5:0 sigur gegn Leikni Fáskrúðsfirði í fyrstu umferð riðlakeppninnar.

Breiðablik hefur aftur á móti tvö stig eftir tvö jafntefli í fyrstu tveimur leikjum sínum í riðlakeppninni, en liðið gerði markalaust jafntefli við Stjörnuna í fyrstu umferð riðlakeppninnar. 

Upplýsingar um úrslit leiksins og markaskorara eru af Fótbolta.net

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka