Sandra María Jessen, landsliðskona í knattspyrnu, var flutt sárþjáð af velli eftir rúmlega 20 mínútna leik í viðureign Íslands og Noregs á Algarve-bikarnum í knattspyrnu sem fram fer í Portúgal.
Sandra María lenti í samstuði við Ingvild Isaksen í liði Noregs, en hún fékk þá þungt högg á hægri sköflunginn á sama tíma og hún setti þunga í fótinn. Atvikið leit mjög illa út og miðað við það gætu meiðslin verið alvarleg.
Hér má sjá myndskeið af brotinu af síðu RÚV og rétt að vara við því fyrir þá allra viðkvæmustu.
Sandra María Jessen fer meidd af velli eftir hrikalegt samstuð. Við vonum svo sannarlega að Sandra nái sér að fullu sem fyrst #AlgarveCup pic.twitter.com/wviIDKn7mi
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) March 1, 2017