Kínverjar lagðir í lokaleiknum

Fanndís Friðriksdóttir skoraði í 2:2 jafntefli Íslands og Kína í …
Fanndís Friðriksdóttir skoraði í 2:2 jafntefli Íslands og Kína í október og hér er marki hennar fagnað. Ljósmynd/KSÍ

Ísland hafnaði í 9. sæti í Algarve-bikar kvenna í knattspyrnu eftir sigur á Kínverjum, 2:1, í Parchal í Portúgal í kvöld.

Íslenska liðið komst yfir á 9. mínútu. Thelma Björk Einarsdóttir tók hornspyrnu frá hægri, Guðmunda Brynja Óladóttir skallaði boltann áfram yfir að stönginni fjær. Málfríður Erna Sigurðardóttir náði skoti úr þröngu færi og á marklínunni fór boltinn í Sigríði Láru Garðarsdóttur og þaðan í netið.

Kínverjar jöfnuðu á 36. mínútu með ódýru marki. Sóknarmaður þeirra komst inní sendingu til Guðbjargar í markinu og renndi boltanum á Wang Shanshan sem skoraði, 1:1, og þannig var staðan í hálfleik.

Ísland hóf seinni hálfleikinn vel og á 48. mínútu tók Margrét Lára Viðarsdóttir hornspyrnu frá vinstri. Markvörðurinn sló boltann yfir til hægri en þar var Málfríður Erna mætt og skoraði með viðstöðulausu skoti, 2:1.

Bæði lið fengu góð færi í opnum leik til að skora. Kínverjar áttu stangarskot á 77. mínútu og bæði Elín Metta Jensen og Sara Björk Gunnarsdóttir voru nærri því að skora þriðja mark Íslands.

Bein textalýsing frá leiknum er hér fyrir neðan:

Ísland 2:1 Kína opna loka
90. mín. Þremur mínútum bætt við.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert