Betur fór en á horfðist hjá Söndru

Sandra María Jessen á að baki 17 landsleiki fyrir Ísland.
Sandra María Jessen á að baki 17 landsleiki fyrir Ísland. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sandra María meiddist í fyrsta leik Íslands á Algarve-bikarnum í knattspyrnu sem fór fram í Portúgal á dögunum og litu myndirnar af atvikinu hrikalega út. 

Íslenska landsliðið leikur á EM í sumar og á fyrsta leik þann 18. júlí, eftir rúma fjóra mánuði.

Sandra María sagði frá niðurstöðunum í færslu á Facebook sem lesa má í heild sinni hér að neðan en þar sagði Sandra meðal annars:

„Niðurstöðurnar voru fremur jákvæðar úr því sem komið var. Ég er með slitið aftara krossband og tvö massív beinmör. Engin skemmd er á liðböndum eða liðþófa. Það er mun sjaldgæfara að slíta aftara krossbandið og er talið mun skárra en að slíta það fremra, líkt og ég gerði árið 2014.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert