Breiðablik átti ekki í neinum vandræðum með Þrótt þegar liðin mættust í Lengjubikar karla í knattspyrnu í kvöld. Bikar fóru með 4:0 sigur af hólmi og eru enn ósigraðir.
Leikið var í Egilshöllinni og voru Blikar 2:0 yfir í hálfleik. Willum Þór Willumsson kom þeim yfir áður en Höskuldur Gunnlaugsson bætti við marki. Eftir hlé var það svo Martin Lund Pedersen sem bætti við tveimur mörkum. Lokatölur 4:0.
Blikar eru í toppsæti riðilsins með 5 stig eftir þrjá leiki, en Þróttur er með 3 stig.
Markaskorarar fengnir af urslit.net.