Breiðablik hafði betur gegn Þór/KA, 3:2, þegar liðin áttust við í Lengjubikarkeppni kvenna í knattspyrnu í Fífunni í kvöld.
Þór/KA komst í 2:0 á fyrstu 20 mínútunum með mörkum frá Margréti Árnadóttur en bæði mörk norðanliðsins komu eftir að Sonný Lára Þráinsdóttir markvörður Blikanna var komin langt út úr markinu. Fanndís Friðriksdóttir lagaði stöðuna fyrir Breiðablik áður en fyrri hálfleikurinn var allur. Breiðablik tryggði sér svo sigurinn með tveimur mörkum á lokamínútum leiksins. Rakel Hönnudóttir jafnaði metin á 90. mínútu og Fanndís skoraði sigurmarkið í uppbótartíma.
Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir, sem kom til Þórs/KA frá ÍBV í vetur, átti stórleik í marki Þórs/KA en hún varði hvert dauðafærið á fætur öðru og það fyrir framan landsliðsþjálfarann Frey Alexandersson.
Markaskorarnir eru fengnir á urslit.net