Nú rétt í þessu var ákveðið að flauta leik Fram og Breiðabliks af í Lengjubikar karla í knattspyrnu vegna veðurs, en liðin áttust við á Framvellinum í Úlfarsárdal.
Staðan var þá 1:0 fyrir Breiðablik, en Höskuldur Gunnlaugsson hafði komið Blikum yfir snemma í síðari hálfleik. Vegna mikillar ofankomu og hvassviðris ákvað dómari leiksins, Gunnar Jarl Jónsson, fyrst að gera hlé á leiknum á 70. mínútu áður en hann var endanlega flautaður af.
Eins og sjá má hér að neðan voru aðstæður til knattspyrnu hreint ekki boðlegar.
Dómarinn er búinn að gera hlé á leik Fram og Breiðabliks #fotboltinet pic.twitter.com/vY6Fp0kRaR
— Blikar.is (@blikar_is) March 23, 2017
Fram vs. Breiðablik stöðvaður eftir 70 mín #fótbolti pic.twitter.com/Y8xq2Bem6T
— Atli Gunnar Guðm (@atligunnar) March 23, 2017