Gullfótur Gylfa dýrmætur

Íslend­ing­ar unnu gríðarlega mik­il­væg­an 2:1 sig­ur gegn Kósóv­um í undan­keppni HM í knatt­spyrnu í Alban­íu í kvöld og með sigr­in­um komst ís­lenska liðið í annað sæti riðils­ins á eft­ir Króöt­um.

Íslend­ing­ar komust í 2:0 seint í fyrri hálfleik. Björn Berg­mann Sig­urðar­son skoraði fyrra markið á 25. mín­útu þegar hann náði frá­kast­inu eft­ir að markvörður Kósóvó hafði varið gott skot frá Gylfa Þór Sig­urðssyni. Björn Berg­mann opnaði þar með marka­reikn­ing sinn með ís­lenska landsliðinu.

Níu mín­út­um síðar bætti Gylfi Þór við öðru marki. Hann átti frá­bæra send­ingu á Birki Má Sæv­ars­son sem var felld­ur inn­an teigs og úr víta­spyrn­unni skoraði Gylfi af miklu ör­yggi.

Kósóvar minnkuðu mun­inn á 53. mín­útu þegar At­d­he Nu­hiu skallaði bolt­ann í netið en Íslend­ingu tókst að halda fengn­um hlut og tryggja sér þrjú ákaf­lega dýr­mæt þrjú stig.

Ekki verður sagt að ís­lenska liðið hafi leikið vel. Vörn­in var nokkuð óör­ugg og það sást vel að miðvarðarp­arið Kári Árna­son og Ragn­ar Sig­urðsson virkuðu ryðgaðir en þeir hafa lítið spilað síðustu vik­urn­ar. Gylfi Þór var heilt yfir besti leikmaður ís­lenska liðsins og gullfót­ur hans reynd­ist held­ur bet­ur dýr­mæt­ur í leikn­um.

Króat­ar höfðu bet­ur á móti Úkraínu­mönn­um á heima­velli, 1:0, og þeir eru í topp­sæti riðils­ins með 13 stig, Íslend­ing­ar eru með 10 stig í öðru sæti, Úkraínu­menn og Tyrk­ir eru með 8 og Finn­ar og Kósóvar eru með 1 stig.

Næsti leik­ur Íslend­inga er á heima­velli gegn Króa­tíu þann 11. júní.

Kósóvó 1:2 Ísland opna loka
skorar Atdhe Nuhiu (53. mín.)
Mörk
skorar Björn B. Sigurðarson (25. mín.)
skorar úr víti Gylfi Þór Sigurðsson (34. mín.)
fær gult spjald Benjamin Kololli (34. mín.)
fær gult spjald Hekuran Kryeziu (59. mín.)
fær gult spjald Herolind Shala (85. mín.)
Spjöld
fær gult spjald Rúrik Gíslason (90. mín.)
mín.
90 Leik lokið
+4 Þrjú dýrmæt stig í höfn og Ísland komið í annað sætið.
90
Uppbótartíminn er 4 mínútur. Koma svo strákar. Haldið þetta út.
90 Rúrik Gíslason (Ísland) fær gult spjald
Fyrir að sparka boltanum í burtu eftir að það var dæmd á hann.
87
Króatar eru enn 1:0 yfir á móti Úkraínumönnum í Zagreb.
86 Ólafur Ingi Skúlason (Ísland) kemur inn á
Nú á að sigla sigrinum í hús. Varnarsinnuð skipting.
86 Björn B. Sigurðarson (Ísland) fer af velli
85 Herolind Shala (Kósóvó) fær gult spjald
Fyrir brot á Gylfa.
85 Kósóvó fær hornspyrnu
Þriðja í röð.
84 Kósóvó fær hornspyrnu
84 Kósóvó fær hornspyrnu
83 Bernard Berisha (Kósóvó) kemur inn á
83 Besart Berisha (Kósóvó) fer af velli
80
Það er kominn smá pirringur í Kósóvómenn.
76 Donis Avdijaj (Kósóvó) á skot sem er varið
Laust skot sem fór beint á Hannes.
74 Jón Daði Böðvarsson (Ísland) á skalla sem fer framhjá
Boltinn vel yfir eftir hornspyrnu Gylfa.
73 Donis Avdijaj (Kósóvó) kemur inn á
73 Fanol Përdedaj (Kósóvó) fer af velli
72 Rúrik Gíslason (Ísland) kemur inn á
Fyrsti leikur Rúriks með landsliðinu í langan tíma.
72 Arnór Ingvi Traustason (Ísland) fer af velli
Varð fyrir hnjaksi og getur ekki haldið leik áfram.
72 Ísland fær hornspyrnu
71 Arnór Ingvi Traustason (Ísland) á skot framhjá
Ágæt skot sem fór í varnarmann og aftur fyrir markið.
70
Íslendingar eru 20 mínútum frá því að tryggja sér þrjú dýrmæt stig.
69 Jón Daði Böðvarsson (Ísland) kemur inn á
Selfyssingur fyrir Selfyssing.
69 Viðar Örn Kjartansson (Ísland) fer af velli
65 Bersant Celina (Kósóvó) kemur inn á
65 Milot Rashica (Kósóvó) fer af velli
63
Staðan í Zagreb er óbreytt. Króatar eru 1:0 yfir gegn Úkraínumönnum.
61 Viðar Örn Kjartansson (Ísland) á skot sem er varið
Laust og hættulaust skot sem fór beint í fang markvarðarins.
60
Íslenska liðið er að tapa boltanum á hættulegum stöðum og það má bara alls ekki. Það bíður hættunni heim.
59 Hekuran Kryeziu (Kósóvó) fær gult spjald
Fyrir brot á Gylfa Þór.
55
Stuðningsmenn Kósóvóa hafa heldur betur tekið við sér á áhorfendapöllunum eftir þetta mark.
53 MARK! Atdhe Nuhiu (Kósóvó) skorar
Fékk sendingu inn á teiginn og skoraði með föstum skalla. Hafði betur í baráttu við Ara Frey sem er nánast hausnum lægri heldur en Nuhiu.
52 Kósóvó fær hornspyrnu
52
Kósvar gerðu harða hríð að marki Íslands en okkar menn náðu að bjarga í horn.
48
Kósóvar komu boltanum í netið en rangstæða sem betur fer dæmd.
47
Smá ryð í Ragnari. Með afar krefjandi sendingu aftur á Hannes sem sendi boltann út fyrir.
46 Milot Rashica (Kósóvó) á skot framhjá
Fékk boltann eftir mistök Kára en þrumaði boltanum hátt yfir markið.
46 Seinni hálfleikur hafinn
Nú mega menn ekkert slaka á þótt staðan sé góð. Liðin eru óbreytt.
45 Hálfleikur
Íslensku leikmennirnir ganga til búningsherbergja með frábæra stöðu. Íslendingar eru 2:0 yfir en mörkin komu með níu mínútna millibili sem Björgn Bergmann Sigurðsson og Gylfi Þór Sigurðsson skoruðu. Kósóvar hafa verið miklu meira með boltann en íslenska liðið hefur leikið af skynsemi. Króatar eru 1:0 yfir á móti Úkraínumönnum í Zagreb og eins og staðan er nú eru Íslendingar í öðru sæti, tveimur stigum á eftir Króötum.
41
Engin hætta. Boltinn lak framhjá.
40 Kósóvó fær hornspyrnu
40
Björn Bergmann hársbreidd frá því að ná til boltans eftir frábæra fyrirgjöf frá Gylfa Þór.
39
Nikola Kalinic var að koma Króötum yfir gegn Úkraínumönnum.
38 Benjamin Kololli (Kósóvó) á skot sem er varið
Skotið af löngu færi og auðveld fyrir Hannes.
37
Íslendingar eru svo sannarlega í vænlegri stöðu. Kósóvar gætu brotnað við þetta mótlæti og þá er um að gera að nýta sér það.
34 Benjamin Kololli (Kósóvó) fær gult spjald
Fyrir brotið á Birki Má.
34 MARK! Gylfi Þór Sigurðsson (Ísland) skorar úr víti
Skorar af milu öryggi. 15. mark Gylfa í 49. landsleiknum. Glæsilegt!
34 Ísland fær víti
Birkir felldur innan teigs eftir að hafa fengið frábæra sendingu frá Gylfa.
32 Aron Einar Gunnarsson (Ísland) á skalla sem fer framhjá
Misheppnuð kollspyrna fyrirliðans og boltinn vel framhjá.
30 Ísland fær hornspyrnu
29
Kósóvar heimta vítaspyrnu en fá ekki. Boltinn hafði greinilega viðkomu í hendi Ragnars inni í teignum.
25 MARK! Björn B. Sigurðarson (Ísland) skorar
Gylfi Þór fék boltann frá Arnóri Ingva inn í vítateignum. Markvörðurinn varði skot Gylfa en Björn náði frákastinu og skoraði af stuttu færi. Hans fyrsta landsliðsmark í sjötta landsleiknum.
24
Ekkert varð úr aukaspyrnunni.
23
Ísland fær aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi heimamanna. Gylfi mætir á svæðið.
21 Valon Berisha (Kósóvó) á skot í þverslá
Hörkuskot rétt utan teigs og boltinn í slánna og aftur fyrir markið.
18 Kári Árnason (Ísland) á skalla sem er varinn
Veikur skalli eftir langt innkast frá Aroni Einari. Boltinn beint í fangið á markverðinum.
17
Það er líka markalaust í leik Króatíu og Úkraínu.
16 Viðar Örn Kjartansson (Ísland) á skot sem er varið
Ágæt tilraun hjá Viðari. Hann sneri sér á punktinum en boltinn fór beint á markvörðinn. Þetta er vonandi allt að koma.
16 Viðar Örn Kjartansson (Ísland) á skalla sem fer framhjá
Laus skalli frá Viðari eftir fína fyrirgjöf frá Birki Má. Boltinn vel framhjá markinu.
15
Kósóvar hafa verið talsvert sterkari þennan fyrsta stundarfjórðung. Íslenska liðinu hefur ekki tekist að byggja upp neitt spil enn sem komið er.
12 Atdhe Nuhiu (Kósóvó) á skalla sem er varinn
Laus skalli og boltinn beint í fangið á Hannesi Þór.
10
Hættuleg sókn hjá Kósóvum en íslensku vörninni tókst að bægja hættunni frá.
8 Gylfi Þór Sigurðsson (Ísland) á skot framhjá
Gylfi með lúmskt skot utan teigs en boltinn naumlega yfir markið. Koma svo strákar!
8
Ekkert varð úr aukaspyrnunni.
7
Ísland fær aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi Kósósvó.
6
Heimamenn hafa verið með boltann nánast frá því leikurinn hófst.
3
Það er mikil kraftur í leikmönnum Kósvó í upphafi leiks.
1
Smá vandræðangur á okkar mönnum í upphafi leiks.
1 Leikur hafinn
Portúgalski dómarinn Artur Dias er búinn að flauta leikinn á. Kósóvar hófu leikinn með boltann.
0
Þá er búið að spila íslenska þjóðsönginn og vonandi gefur hann strákunum okkar byr í seglin.
0
Leikmenn eru komnir út á völlinn og eru tilbúnir að hlýða á þjóðsöngvana. Íslenska liðið leikur í hvítum búningum í kvöld en Kósóvar eru bláklæddir.
0
Kristján Jónsson dregur sig nú í hlé frá Loro Borici-leikvanginum og við tekur hinn þrautreyndi Guðmundur Hilmarsson og lýsir leiknum.
0
Nokkur gola er á vellinum og er hún að færast í aukana eftir því sem nær dregur leiktímanum. Hún gæti haft einhver smá áhrif á boltaflug og þar með á leikinn. En tekið er skýrt fram að ekki er verið að tala um neitt í líkingu við íslenskt rok.
0
Loca Borici-leikvangurinn tekur 16 þúsund manns. Útlit er fyrir að rúmlega helmingur sæta verið skipaður í kvöld. Kannski 2/3 í mesta lagi. Þegar tæpt korter er í leik virðist vera um helmingur sæta í notkun.
0
Timamótaleikur hjá Birki Má Sævarssyni sem leikur í kvöld sinn 70. A-landsleik. Er hann leikjahæsti maður landsliðsins að þessu sinni.
0
Stuðningsmenn Kósóvó eru vel stemmdir og láta mjög vel í sér heyra. Þeir settu svip á borgina seinni part dags. Sungu og trölluðu og fylltu bari og pizzastaði í nágrenni leikvangsins. Ég var þó að heyra að ekki væri búist við því að þeir yrðu mikið fleiri en 10 þúsund sem er kannski ágætt. Þeir fylla því ekki völlinn en þeir sem mæta hafa mjög hátt. Stuðningsmenn á þessum slóðum kunna að láta í sér heyra.
0
Liðin eru komin út á grasið að hita upp. Baulað var á íslensku leikmennina og fagnað gríðarlega þegar leikmenn Kósóvó hlupu inn á. Allt eftir bókinni.
0
Lögregluyfirvöld eru með töluverðan viðbúnað vegna leiksins. Mikill fjöldi lögreglumanna er sýnilegur á götunum nærri vellinum og eru gráir fyrir járnum fyrir utan leikvanginn.
0
Ísland er í 4. sæti riðilsins sem stendur. Tyrkir voru að vinna Finna 2:0 og fara upp fyrir Ísland. Íslenska liðið endurheimtir þriðja sætið ef liðið vinnur Kósóvó og á möguleika á öðru sætinu ef Króatía vinnur Úkraínu í kvöld.
0
Átta sömu eru í byrjunarliði Kósóvó í kvöld og í síðasta leik, 2:0 tap í Tyrklandi í nóvember. Besart Berisha, Atdhe Nuhiu og Hekuran Kryeziu koma inn í liðið en Muriqi og Zeneli fara á bekkinn og Alushi er í banni.
0
Einn leikmaður er í leikbanni hjá Kósóvó en það er Enis Alushi sem er samherji Hólmars Arnar Eyjólfssonar hjá Maccabi Haifa í Ísrael. Þá er Loret Sadiku ekki ennþá með keppnisleyfi frá FIFA í undankeppninni en hefur spilað fjóra vináttulandsleiki með Kósóvó. Hann lék fyrir nokkrum árum með Helsinborg en spilar í dag í Tyrklandi. Hann lék U-21 árs leiki fyrir Svíþjóð.
0
Til að hnykkja á því fyrir lesendur sem oft hefur komið fram í vikunni þá vantar fimm fastamenn í íslenska hópinn. Kolbeinn Sigþórsson, Alfreð Finnbogason, Birkir Bjarnason og Jóhann Berg Guðmundsson eru meiddir. Theodór Elmar Bjarnason er í leikbanni.
0
Vörn Íslands er óbreytt en þessir fjórir hafa langoftast verið í byrjunarliðinu í mótsleikjum frá því sumarið 2013. Undantekningin er haustið 2014 þegar Theodór Elmar var í hægri bakverði á kostnað Birkis í fjórum leikjum.
0
Björn Bergmann og Viðar Örn Kjartans eru í framlínunni og verður áhugavert að sjá. Þeir hafa ekki spilað saman í mótsleik en síðustu árin hafa Kolbeinn, Jón Daði, Alfreð og stundum Eiður Smári verið mest í þessum stöðum. Björn hefur þó verið í byrjunarliðinu áður í þessari undankeppni en hann byrjaði inn á í sigurleiknum gegn Finnum. Viðar hefur ekki byrjað inn á áður í mótsleik með A-landsliðinu.
0
Það eina sem segja má að komi á óvart í byrjunarliði Íslands er að Selfyssingurinn Jón Daði Böðvarsson er á varamannabekknum en hann hefur yfirleitt verið í byrjunarliðinu (þegar hann hefur verið heill heilsu) frá því hann fékk tækifærið gegn Tyrkjum haustið 2014. Jón hefur átt erfitt með að skora bæði í landsleikjum og með Wolves og ef til vill spilar það inn í þessa ákvörðun. Markaþurrð getur jú haft áhrif á sjálfstraust sóknarmanna.
0
Ísland er með 24 leikmenn í Shkodër en 23 mega vera á leikskýrslu. Það er Elías Már Ómarsson, leikmaður IFK Gautaborg, sem þarf að vera utan hópsins í kvöld.
0
Eftir fjórar umferðir í riðlinum er Króatía með 10 stig, Úkraína 8, Ísland 7, Tyrkland 5, Finnland 1 og Kósóvó 1 stig. Leikur Tyrkja og Finna hófst kl. 17 og er því að verða lokið.
0
Velkomin með mbl.is í beina textalýsingu frá viðureign Kósóvó og Íslands í undankepppni heimsmeistaramóts karla sem fram fer í Shkodër í Albaníu.
Sjá meira
Sjá allt

Kósóvó: (4-4-2) Mark: Samir Ujkani. Vörn: Fanol Përdedaj (Donis Avdijaj 73), Amir Rrahmani, Alban Pnishi, Benjamin Kololli. Miðja: Milot Rashica (Bersant Celina 65), Herolind Shala, Hekuran Kryeziu, Valon Berisha. Sókn: Atdhe Nuhiu, Besart Berisha (Bernard Berisha 83).
Varamenn: Adis Nurkovic (M), Bledar Hajdini (M), Mërgim Vojvoda, Bersant Celina, Arber Zeneli, Donis Avdijaj, Elba Rashani, Ardian Ismajli, Vedat Muriqi, Leart Paqarada, Fidan Aliti, Bernard Berisha.

Ísland: (4-4-2) Mark: Hannes Þór Halldórsson. Vörn: Birkir Már Sævarsson, Kári Árnason, Ragnar Sigurðsson, Ari Freyr Skúlason. Miðja: Emil Hallfreðsson, Aron Einar Gunnarsson, Gylfi Þór Sigurðsson, Arnór Ingvi Traustason (Rúrik Gíslason 72). Sókn: Björn B. Sigurðarson (Ólafur Ingi Skúlason 86), Viðar Örn Kjartansson (Jón Daði Böðvarsson 69).
Varamenn: Ögmundur Kristinsson (M), Ingvar Jónsson (M), Viðar Ari Jónsson, Hólmar Örn Eyjólfsson, Sverrir Ingi Ingason, Kjartan Henry Finnbogason, Aron Sigurðarson, Óttar Magnús Karlsson, Jón Daði Böðvarsson, Ólafur Ingi Skúlason, Rúrik Gíslason, Hörður B. Magnússon.

Skot: Kósóvó 6 (5) - Ísland 10 (5)
Horn: Ísland 2 - Kósóvó 5.

Lýsandi: Kristján Jónsson og Guðmundur Hilmarsson
Völlur: Lori Borici Stadium, Shkodër, Albaníu

Leikur hefst
24. mars 2017 19:45

Aðstæður:
Heiðskírt, kvöldgola, 15 stiga hiti, frábær völlur.

Dómari: Artur Dias, Portúgal
Aðstoðardómarar: Rui Tavares og Paulo Soares, Portúgal

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert