„Barnasprengja níu mánuðum eftir íslenska undrið.“ Svona er fyrirsögn í þýsku dagblaði í dag, en greint var frá ansi áhugaverðri staðreynd í gær.
Í ljós kom að það varð nokkurs konar met sett á fæðingardeildum landsins, sléttum níu mánuðum eftir að Ísland vann England í 16-liða úrslitum Evrópumótsins í knattspyrnu í Nice síðasta sumar.
Það hefur heldur betur vakið athygli eins og sjá má í skjáskotinu sem handknattleiksþjálfarinn Dagur Sigurðsson birti úr þýsku dagblaði. Vinsælir aðgangar tengdir knattspyrnu á Twitter hafa einnig tekið málið upp eins og sjá má hér neðar.
🇩🇪 so muss man Feiern 👶🏻🇮🇸 #hui pic.twitter.com/Y9XmBkxHdy
— Dagur Sigurdsson (@DagurSigurdsson) March 28, 2017
A record number of babies were born in Iceland yesterday, exactly 9 months after Iceland beat England at the European Championship! pic.twitter.com/1cryY0QXyO
— Football Tweets (@FutballTweets) March 28, 2017