Grindavík og FH í undanúrslit

FH-ingurinn Jonathan Hendrickx í baráttunni við Martin Lund í Fífunni …
FH-ingurinn Jonathan Hendrickx í baráttunni við Martin Lund í Fífunni í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Grindavík og FH tryggðu sér sæti í undanúrslitum Lengjubikars karla í knattspyrnu í kvöld. Grindavík hefði betur gegn ÍA í Akraneshöllinni, 4:1 og FH vann 3:0 sigur á Breiðabliki í Fífunni. 

Skotinn Robert Crawford gekk í raðir FH í síðustu viku og hann hélt upp á það með að skora fyrsta markið gegn Breiðabliki í dag. Markið kom á 19. mínútu og var eina mark fyrri hálfleiks. Kristján Flóki Finnbogason bætti við tveim mörkum í seinni hálfleik og var því 3:0 sigur FH staðreynd. 

Leikur ÍA og Grindavíkur byrjaði með miklum látum, því eftir korter var staðan orðin 2:1 fyrir Grindavík. Will Daniels skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Grindavík eftir tæplega mínútu leik og bætti Andri Rúnar Bjarnason við forystuna eftir 12. mínútur. Á 15 mínútu minnkaði Hafþór Pétursson muninn fyrir Skagamenn.

Andri Rúnar Bjarnason skoraði sitt annað mark í leiknum á 29. mínútu og var staðan í hálfleik 3:1 fyrir Grindavík. William Daniels skoraði sitt annað mark í leiknum í seinni hálfleik og tryggði Grindavík 4:1 sigur og sæti í undanúrslitunum. Upplýsingar um markaskorara fengust á urslit.net og fotbolti.net. 

Grindavík mætir KA og FH mætir KR í undanúrslitunum sem fara fram á fimmtudaginn kemur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert