Sannfærandi hjá nýliðunum

Aleksandar Trninic í skallaeinvígi við Höskuld Guðmundsson í Kópavogi í …
Aleksandar Trninic í skallaeinvígi við Höskuld Guðmundsson í Kópavogi í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Nýliðar KA náðu sér í þrjú stig í sínum fyrsta leik í efstu deild í rúman áratug þegar liðið heimsótti Breiðablik í Kópavoginn. Lokatölur urðu 3:1 fyrir KA og var sá sigur sanngjarn. Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is

KA-menn léku undan strekkings vindi í fyrri hálfleik og vinstri bakvörðurinn Darko Bulatovic skoraði úr þröngu færi eftir fína sendingu frá Steinþóri Frey, sem fór síðan meiddur af vleli skömmu síðar og var það ekki gott fyrir KA þar sem hann er góður leikmaður. Elfar Árni kom gestunum síðan í 2:0 þegar hann skoraði eftir aukaspyrnu Hallgríms, en aukaspyrnan var af ódýrari gerðinni. Elfar Árni skallaði boltann fyrst, Gunnleifur blakaði boltanum út í markteiginn þar sem Elvar Árni var fyrstur og skoraði.

Í seinni hálfleik jók Ásgeir muninn með fínu marki á 67. mínútu og aðeins þremur mínútur síðar lagaði Adndri Rafn stöðuna fyrir Blika

Breiðablik 1:3 KA opna loka
90. mín. Þremur mínútur bætt við
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert