Annars bíður okkar bara vesen

Damir Muminovic, til vinstri, horfir á eftir Fjölnismanninum Birni Snæ …
Damir Muminovic, til vinstri, horfir á eftir Fjölnismanninum Birni Snæ Ingasyni í leiknum í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Damir Mum­in­ovic, miðvörður Breiðabliks, er að von­um ekki sátt­ur við byrj­un Kópa­vogsliðsins í Pepsi-deild karla en Blikar eru án stiga eft­ir ósig­ur gegn Fjölni í Grafar­vogi í kvöld, 1:0. Þeir töpuðu fyr­ir nýliðum KA á heima­velli í fyrstu um­ferðinni.

„Það er  góð spurn­ing!“ svaraði Damir þegar mbl.is spurði hann hvað vantaði upp á í leik liðsins. „Við erum með góða leik­menn en tekst ein­hvern veg­inn ekki að skapa okk­ur neitt. Við feng­um varla meira en eitt hálf­færi í þess­um leik. Við fór­um að spila með löng­um send­ing­um sem ger­ir ekki neitt fyr­ir okk­ur og við þurf­um að skoða það,“ sagði Damir.

Vant­ar þá sjálfs­traust í liðið til þess að halda bolt­an­um bet­ur?

„Nei, það held ég ekki. Okk­ur vant­ar bara að vera aðeins kok­hraust­ari og hafa meiri trú á sjálf­um okk­ur. Við erum með fína sókn­ar­menn í liðinu en ég vona bara inni­lega að hver og einn fari að rífa sig í gang og ein­beita sér að því að gera bet­ur. Ef við höld­um áfram á þess­ari braut bíður okk­ar ekk­ert nema vesen. Við eig­um klár­lega mikið inni og verðum bara að gleyma þess­um tveim­ur leikj­um sem fyrst og halda okk­ar striki.“

Það hafa verið breyt­ing­ar á vörn­inni í þess­um fyrstu leikj­um, sinn hvor miðvörður­inn við hliðina á þér. Gísli í síðasta leik og núna Vikt­or Örn. Hef­ur það verið vanda­mál?

„Það er allt í lagi. Auðvitað er óþægi­legt fyr­ir alla þegar breyt­ing­ar eru gerðar en við Vikt­or þekkj­umst vel, höf­um spilað oft sam­an síðustu þrjú ár og þekkj­um hvor ann­an vel. Nú verðum við bara að ná okk­ur á strik þegar við mæt­um Stjörn­unni í næsta leik, það dug­ar ekk­ert annað.

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert