Fjölnir lagði Breiðablik

Fjöln­is­menn lögðu Breiðablik að velli, 1:0, í ann­arri um­ferð Pepsi-deild­ar karla í knatt­spyrnu á Extra-vell­in­um í Grafar­vogi í kvöld.

Miðvörður­inn Hans Vikt­or Guðmunds­son skoraði sig­ur­markið á 61. mín­útu og Fjöln­ir er með 4 stig eft­ir tvo leiki en Blikar sitja eft­ir við botn­inn án stiga.

Blikar byrjuðu leik­inn bet­ur en Fjöln­ir náði smám sam­an yf­ir­hönd­inni á vell­in­um og sótti á köfl­um stíft að marki Kópa­vogsliðsins.

Besta færi fyrri hálfleiks kom á 26. mín­útu þegar króa­tíski miðvörður­inn Ivica Dzol­an átti skalla í þverslá Blika­marks­ins eft­ir fyr­ir­gjöf Birn­is Snæs Inga­son­ar.

Fjöln­ir átti all­ar þær marktilraun­ir sem sáust í fyrri hálfleikn­um en Blikar náðu ekki einu ein­asta skoti að marki Grafar­vogsliðsins fyrstu 45 mín­út­urn­ar.

Leik­ur­inn var mun líf­legri eft­ir hlé og eft­ir betri byrj­un Blika náðu Fjöln­is­menn for­yst­unni á 61. mín­útu. Igor Jugovic þrumaði að marki af 20 færi eft­ir að Blikar skölluðu bolt­ann frá marki sínu, og hann fór í miðvörðinn Hans Vikt­or Guðmunds­son í víta­teign­um og þaðan í netið, 1:0.

Liðin sóttu til skipt­is en Fjöln­ir fékk hættu­legri færi og var nær því að bæta við en Blikar að jafna met­in.

Fjöln­ir 1:0 Breiðablik opna loka
skorar Hans Viktor Guðmundsson (61. mín.)
Mörk
fær gult spjald Ingimundur N. Óskarsson (45. mín.)
fær gult spjald Igor Taskovic (49. mín.)
fær gult spjald Igor Jugovic (63. mín.)
Spjöld
fær gult spjald Gísli Eyjólfsson (57. mín.)
fær gult spjald Guðmundur Friðriksson (74. mín.)
mín.
90 Leik lokið
Fjölnir fær stigin þrjú.
90 Martin Lund (Breiðablik) á skot sem er varið
89 Sólon Breki Leifsson (Breiðablik) kemur inn á
89 Davíð K. Ólafsson (Breiðablik) fer af velli
89 Anton Freyr Ársælsson (Fjölnir) kemur inn á
89 Þórir Guðjónsson (Fjölnir) fer af velli
88 Ægir Jarl Jónasson (Fjölnir) á skot framhjá
Dauðafæri eftir skyndisókn en skaut hátt yfir markið
85
Þórir Guðjónsson slapp innfyrir vörn Blika eftir skyndisókn en þeir náðu að elta hann uppi af harðfylgi og koma í veg fyrr að hann næði skoti.
84 Ægir Jarl Jónasson (Fjölnir) á skot framhjá
Rétt utan teigs og yfir markið
80 Fjölnir fær hornspyrnu
Og aðra
80 Fjölnir fær hornspyrnu
78 Ingimundur N. Óskarsson (Fjölnir) á skot framhjá
Utan teigs og nokkuð framhjá vinstra megin.
77 Willum Þór Willumsson (Breiðablik) kemur inn á
Sonur þjálfara KR eins og nafnið ber með sér.
77 Gísli Eyjólfsson (Breiðablik) fer af velli
74 Guðmundur Friðriksson (Breiðablik) fær gult spjald
Fyrir brot
73 Þórir Guðjónsson (Fjölnir) á skot sem er varið
Rétt utan vítateigs og beint á Gunnleif.
72 Gísli Eyjólfsson (Breiðablik) á skot framhjá
Gott skot af 20 m færi og hárfínt framhjá stönginni vinstra megin.
67 Breiðablik fær hornspyrnu
67 Andri Rafn Yeoman (Breiðablik) á skot sem er varið
Rétt utan teigs og Þórður ver í horn
66 Breiðablik fær hornspyrnu
65
Blikinn Davíð Kristján Ólafsson fær aðhlynningu og fer af velli. Líklega höfuðhögg, hann lá eftir að loknu návígi við vítateig Fjölnis.
64
Sennilega fær Hans Viktor Guðmundsson markið skráð á sig. Hann mun hafa fengið boltann í sig eftir skotið hjá Jugovic.
63 Igor Jugovic (Fjölnir) fær gult spjald
Fyrir brot
63 Aron Bjarnason (Breiðablik) kemur inn á
63 Arnþór Ari Atlason (Breiðablik) fer af velli
61 MARK! Hans Viktor Guðmundsson (Fjölnir) skorar
1:0 - Eftir fyrirgjöf skölluðu Blikar boltann útfyrir vítateiginn en þar var Igor Jugovic á réttum stað og hamraði boltann viðstöðulaust í netið. En með viðkomu í Hans Viktori sem fær markið væntanlega skráð á sig.
61 Fjölnir fær hornspyrnu
59
Meðalaldurinn í liði Fjölnis lækkaði all verulega við þessar skiptingar!
57 Marcus Solberg (Fjölnir) kemur inn á
57 Igor Taskovic (Fjölnir) fer af velli
57 Ægir Jarl Jónasson (Fjölnir) kemur inn á
57 Gunnar Már Guðmundsson (Fjölnir) fer af velli
57 Gísli Eyjólfsson (Breiðablik) fær gult spjald
Fyrir að reyna að stöðva skyndisókn. Tókst ekki en fékk svo spjaldið þegar sókninni lauk
56 Breiðablik fær hornspyrnu
56 Gísli Eyjólfsson (Breiðablik) á skot sem er varið
Í varnarmann og horn
56 Breiðablik fær hornspyrnu
55 Breiðablik fær hornspyrnu
55 Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik) á skot sem er varið
Góð sókn, skot í varnarmann og horn
54 Arnþór Ari Atlason (Breiðablik) á skot framhjá
Skýtur yfir markið. Illa farið með gott færi.
53
Aftur er brotið á Lund í vítaboga Fjölnis. Blikar fá aftur aukaspyrnu á besta stað.
51
Blikar hafa byrjað seinni hálfleik vel. Eflaust fengið orð í eyra hjá Arnari Grétarssyni í leikhléinu.
50 Breiðablik fær hornspyrnu
50 Hrvoje Tokic (Breiðablik) á skot sem er varið
Fast skot úr aukaspyrnunni með jörðu hægra megin en Þórður ver í horn.
49 Igor Taskovic (Fjölnir) fær gult spjald
Skellti Martin Lund sem var að komast í dauðafæri í vítaboganum. Aukaspyrna Blika á besta stað.
47
Dauðafæri Blika en Tokic er rangstæður. Þórður Ingason varði þó vel frá honum til öryggis!
46
Liðin eru óbreytt
46 Seinni hálfleikur hafinn
Nú leika Blikar í átt að Ártúnshöfða en Fjölnismenn í átt að Esjunni.
45 Hálfleikur
Staðan er 0:0 og Fjölnismenn hafa nú spilað þrjá markalausa hálfleika það sem af er þessu Íslandsmóti! Þeir hafa verið sterkari aðilinn ef undan er skilið fyrsta korterið og Ivica Dzolan var næstur því að skora þegar hann átti skalla í þverslá Blikamarksins. Breiðablik hefur ekki átt eina einustu marktilraun það sem af er leiknum.
45 Ingimundur N. Óskarsson (Fjölnir) fær gult spjald
Óþarfa brot á miðjum vallarhelmingi Blika.
42
Það eru áfram Fjölnismenn sem ráða ferðinni að mestu og Blikar hafa sjaldan farið yfir miðju seinni hluta hálfleiksins.
39
Ein hættulegasta sókn Blika og Davíð Kristján með fyrirgjöf frá vinstri. Engu munar að Hrvoje Tokic nái höfðinu í boltann en hann siglir framhjá honum.
37 Birnir Snær Ingason (Fjölnir) á skot framhjá
Fast skot rétt utan vítateigs eftir góðan sprett en framhjá markinu hægra megin.
31 Fjölnir fær hornspyrnu
30 Fjölnir fær hornspyrnu
27 Ingimundur N. Óskarsson (Fjölnir) á skot framhjá
Frá vítateig. Nokkuð þung sókn Fjölnis síðustu mínútur.
26 Ivica Dzolan (Fjölnir) á skalla í þverslá
Hörkuskalli í slána eftir fyrirgjöf Birnis!
25 Fjölnir fær hornspyrnu
25
Jafnvægið hefur heldur snúist Fjölnismönnum í hag síðustu 10 mínúturnar og þeir verið meira með boltann.
21 Fjölnir fær hornspyrnu
16
Blikar hafa að mestu ráðið ferðinni en Fjölnismenn hafa átt einu markskotin til þessa.
15 Ingimundur N. Óskarsson (Fjölnir) á skot sem er varið
Skemmtilegur snúningur en skotið frá vítateig beint á Gunnleif.
13 Breiðablik fær hornspyrnu
Hættuleg sókn þar sem Tokic fékk boltann inní teiginn vinstra megin frá Lund.
11 Breiðablik fær hornspyrnu
10 Birnir Snær Ingason (Fjölnir) á skot framhjá
Fín tilraun rétt utan vítateigs, með jörðu og rétt framhjá hægra megin.
9
Blikar eru meira með boltann á þessum fyrstu mínútum en engin hætta hefur skapast við mörkin.
7
Tadejevic er kominn aftur inná. Virðist í lagi.
6
Mario Tadejevic vinstri bakvörður Fjölnis liggur utan vallar eftir samstuð við Höskuld Gunnlaugsson og fær aðhlynningu þar.
3
Hjá Fjölni fer Mees Siers í stöðu hægri bakvarðar í sínum fyrsta leik, í stað Sigurjóns Más Markússonar sem þó stóð sig vel í Eyjum. Birnir Snær Ingason er á vinstri kantinum í staðinn fyrir Marcus Solberg.
2
Hjá Blikum fer Viktor Örn Margeirsson í miðvarðarstöðuna í stað Gísla Eyjólfssonar. Gísli er kominn á miðjuna í stað Olivers Sigurjónssonar sem er ekki með í dag eins og áður var getið. Höskuldur Gunnlaugsson er svo á hægri kanti í stað Arons Bjarnasonar.
1 Leikur hafinn
Fjölnir byrjar og spilar í átt að Ártúnshöfðanum. Blikar í átt að Esjunni.
0
19.15 - Liðin heilsast og síðan fyrirliðarnir sem eru markverðirnir Gunnleifur Gunnleifsson og Þórður Ingason.
0
19.14 - Nú ganga liðin inná völlinn.
0
19.10 - Fólk er að tínast í stúkuna, fimm mínútur í leik. Liðin eru inni sem stendur.
0
18.52 - Í Grafarvogi er gola og 6-7 stiga hiti. Þurrt, allavega í augnablikinu, og völlurinn lítur ágætlega út fyrir þenna fyrsta heimaleik Fjölnismanna.
0
Danski framherjinn Martin Lund er áfram í byrjunarliði Breiðabliks og spilar á sínum gamla heimavelli. Lund lék með Fjölni í fyrra og skoraði 9 mörk fyrir liðið í deildinni. Jafnmörg og Hrvoje Tokic skoraði fyrir Víking í Ólafsvík en Króatinn er nú við hlið hans í framlínu Blikanna.
0
Ágúst Þór Gylfason gerir tvær breytingar á byrjunarliði Fjölnis. Mees Siers, sem kom til liðsins frá ÍBV í vikunni fer beint í byrjunarliðið og Birnir Snær Ingason byrjar líka inná eftir mjög fríska innkomu gegn ÍBV í fyrstu umferð. Bakvörðurinn ungi Sigurjón Már Markússon og danski framherjinn Marcus Solberg víkja og eru á bekknum í kvöld.
0
Arnar Grétarsson gerir tvær breytingar á byrjunarliði Breiðabliks frá leiknum við KA. Oliver Sigurjónsson er ekki með í dag og Aron Bjarnason fer á bekkinn en Viktor Örn Margeirsson og Höskuldur Gunnlaugsson koma inní byrjunarliðið í staðinn.
0
Fjölnir hefur aðeins unnið einn af tíu leikjum þessara félaga í efstu deild frá upphafi. Það var einmitt síðasti leikur þeirra, í lokaumferð deildarinnar síðasta haust. Þá unnu Fjölnismenn 3:0 og tryggðu sér fjórða sætið í deildinni en sendu um leið Blikana niður í sjötta sætið.
0
Velkomin með mbl.is á Extra-völlinn í Grafarvogi þar sem Fjölnir fær Breiðablik í heimsókn. Fjölnir gerði 0:0 jafntefli við ÍBV í Eyjum í fyrstu umferð en Breiðablik tapaði 1:3 fyrir KA á heimavelli.
Sjá meira
Sjá allt

Fjölnir: (4-3-3) Mark: Þórður Ingason. Vörn: Mees Siers, Hans Viktor Guðmundsson, Ivica Dzolan, Mario Tadejevic. Miðja: Gunnar Már Guðmundsson (Ægir Jarl Jónasson 57), Igor Taskovic (Marcus Solberg 57), Igor Jugovic. Sókn: Ingimundur N. Óskarsson, Þórir Guðjónsson (Anton Freyr Ársælsson 89), Birnir Snær Ingason.
Varamenn: Jökull Blængsson (M), Bojan Stefán Ljubicic, Ægir Jarl Jónasson, Anton Freyr Ársælsson, Marcus Solberg, Torfi T. Gunnarsson, Sigurjón Már Markússon.

Breiðablik: (4-3-3) Mark: Gunnleifur Gunnleifsson. Vörn: Guðmundur Friðriksson, Viktor Örn Margeirsson, Damir Muminovic, Davíð K. Ólafsson (Sólon Breki Leifsson 89). Miðja: Gísli Eyjólfsson (Willum Þór Willumsson 77), Andri Rafn Yeoman, Arnþór Ari Atlason (Aron Bjarnason 63). Sókn: Höskuldur Gunnlaugsson, Hrvoje Tokic, Martin Lund.
Varamenn: Elías Rafn Ólafsson (M), Kolbeinn Þórðarson, Sólon Breki Leifsson, Ernir Bjarnason, Willum Þór Willumsson, Aron Bjarnason, Sindri Þór Ingimarsson.

Skot: Breiðablik 7 (5) - Fjölnir 10 (4)
Horn: Fjölnir 7 - Breiðablik 8.

Lýsandi: Víðir Sigurðsson
Völlur: Extra-völlurinn Grafarvogi
Áhorfendafjöldi: 984

Leikur hefst
8. maí 2017 19:15

Aðstæður:
6 stiga hiti, gola, skýjað en þurrt. Völlurinn lítur vel út.

Dómari: Þóroddur Hjaltalín
Aðstoðardómarar: Frosti Viðar Gunnarsson og Adolf Þ. Andersen

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert