Stýrði honum inn með bakinu

Hans Viktor Guðmundsson, lengst til hægri, fylgist með, við öllu …
Hans Viktor Guðmundsson, lengst til hægri, fylgist með, við öllu búinn, í leiknum í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Miðvörður­inn ungi Hans Vikt­or Guðmunds­son tryggði Fjölni mik­il­væg­an sig­ur á Breiðabliki í kvöld, 1:0, í Pepsi-deild karla í knatt­spyrnu og hann er að von­um ánægður með stöðu liðsins eft­ir fyrstu tvo leik­ina en Fjöln­ir er með 4 stig og marka­töl­una 1:0.

„Jú, ég skoraði markið og von­andi er það skráð þannig,“ sagði Hans Vikt­or hlæj­andi þegar mbl.is ræddi við hann eft­ir leik­inn en fyrst var talið að Igor Jugovic hefði skoraði með hörku­skoti utan víta­teigs.

„Igor skaut og ég var aðeins til hliðar við víta­punkt­inn, fékk bolt­ann í bakið og stýrði hon­um þannig í netið,“ sagði Hans Vikt­or sem er tví­tug­ur og á öðru ári sínu sem fastamaður í miðri vörn Fjöln­ismanna. Hann gerði tvö mörk í deild­inni í fyrra.

„Þetta er mjög gott eft­ir fyrstu tvo leik­ina en það eina sem vantaði var að skora mörk í Eyj­um, við hefðum átt að skora hell­ing af þeim þar. Það virðist vera vanda­mál hjá okk­ur sem stend­ur að skora mörk en ég hef eng­ar áhyggj­ur af því. Við erum með mjög flotta leik­menn og eig­um eft­ir að gera hell­ing af mörk­um í sum­ar. Þetta kem­ur bara, við þurf­um að klára fær­in og varn­ar­leik­ur­inn er flott­ur hjá okk­ur,“ sagði Hans Vikt­or.

Vörn Fjöln­is er nokkuð breytt en Hans og vinstri bakvörður­inn Mario Tadej­evic eru eft­ir en króa­tíski miðvörður­inn Ivica Dzol­an kom fyr­ir tíma­bilið og Hol­lend­ing­ur­inn Mees Siers, sem lék með ÍBV, spilaði sinn fyrsta leik í kvöld í stöðu hægri bakv­arðar.

„Það hef­ur bara gengið vel að móta vörn­ina. Ivica byrjaði ró­lega en er bú­inn að vinna sig inn í þetta og er frá­bær og Mees var bara bú­inn að vera á einni æf­ingu með okk­ur en hann kom vel inn í þenn­an leik þrátt fyr­ir það. Hann virkaði vel.“

Hans sagði að mark­mið Fjöln­is fyr­ir sum­arið hefði verið að ná í Evr­óp­u­sætið sem fé­lagið missti svo naum­lega af síðasta haust. „Það er eina ákveðna mark­miðið en svo er það þetta ein­falda, standa sig vel í leikj­um, halda hreinu og skora mörk. Flókn­ara er það ekki,“ sagði Hans Vikt­or Guðmunds­son.

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert