Arnar látinn fara frá Blikum

Arnar Grétarsson.
Arnar Grétarsson. mbl.is/Eva Björk

Arnar Grétarsson er hættur sem þjálfari karlaliðs Breiðabliks í knattspyrnu. Þetta kemur fram í tilkynningu sem send var fjölmiðlum nú rétt í þessu og er orðalagið á þá leið að um sé að ræða ákvörðun stjórnarinnar.

Breiðablik hefur tapað fyrstu tveimur leikjum sínum í Pepsi-deild karla, fyrst 3:1 fyrir KA á heimavelli og nú síðast 1:0 fyrir Fjölni í gær. Arnar tók við Blikum haustið 2014 en undir hans stjórn hafnaði liðið í 6. sæti í deildinni í fyrra.

Tilkynninguna í heild má lesa hér að neðan:

Arnar Grétarsson þjálfari karlaliðs Breiðabliks í knattspyrnu hefur látið af störfum hjá félaginu.
Stjórn knattspyrnudeildar telur að þessi ákvörðun sé óhjákvæmleg í ljósi árangurs liðsins undanfarið misseri. Stjórnin vil þakka Arnari fyrir samstarf undangenginna ára og óskar honum velfarnaðar í framtíðinni. Gengið verður frá ráðningu nýs þjálfara eins fljótt og kostur er.

Knattspyrnudeild Breiðabliks

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert