Núna byrjar Íslandsmótið hjá okkur

Berglind Björg í baráttunni í leiknum í kvöld.
Berglind Björg í baráttunni í leiknum í kvöld. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

„Þetta var klárlega okkar besti leikur á tímabilinu hingað til. Við vorum ekkert sérstakar í fyrsta leik, svo vorum við óheppnar gegn Þór/KA, núna byrjar Íslandsmótið hjá okkur,“ sagði Berglind Björg Þorvaldsdóttir, framherji Breiðabliks, eftir 3:0 sigurinn á Val í Pepsi-deildinni í knattspyrnu í kvöld.

„Ég er sátt við mitt og svo liðið. Þetta var algjör baráttusigur þar sem við vörðumst frá toppi og alveg niður í öftustu línu. Við vorum búnar að fara vel yfir það sem við ætluðum að gera og við Fanndís kunnum á vindinn, enda úr Eyjum,“ sagði hún létt en mikið rok var á Kópavogsvelli í kvöld. 

En hver var munurinn á leik Breiðabliks í kvöld og í hinum tveimur leikjunum? 

„Við mættum klárari til leiks í dag. Við náðum að þjappa liðinu saman og gyrða okkur eftir tapið gegn Þór/KA. Ég var pollróleg allan tímann í dag. Maður hafði smá áhyggjur í seinni þegar þær eru með vindinn í bakið, en við leystum það mjög vel. Ég var aldrei stressuð,“ sagði landsliðskonan að lokum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert