Barist við gamlan draug

Baldur Sigurðsson og Arnþór Ari Atlason mætast með liðum Stjörnunnar …
Baldur Sigurðsson og Arnþór Ari Atlason mætast með liðum Stjörnunnar og Breiðabliks í kvöld. mbl.is/Styrmir Kari

Und­an­far­in ár hef­ur ríkt tals­verð spenna í kring­um leiki ná­grannaliðanna Breiðabliks og Stjörn­unn­ar í karla­fót­bolt­an­um. Bæði fé­lög­in hafa gert sig gild­andi í bar­átt­unni um stóru titl­ana, bæði orðið Íslands­meist­ar­ar í fyrsta sinn á þess­um ára­tug, og oft­ar en ekki hafa viður­eign­ir þeirra vegið þungt, t.d. í lokaum­ferðum úr­vals­deild­ar­inn­ar.

Þegar þau mæt­ast í kvöld kl. 20 á Kópa­vogs­velli verður líka spenna í lofti þó staða ann­ars þeirra sé aðeins öðru­vísi en vana­lega. Breiðablik hef­ur tapað tveim­ur fyrstu leikj­um sín­um og rak auk þess þjálf­ar­ann Arn­ar Grét­ars­son í vik­unni. Aðstoðarþjálf­ar­inn Sig­urður Víðis­son mun stýra liðinu í leikn­um. Hann er þrautreynd­ur þjálf­ari sem stýrði kvennaliðum um ára­bil en verður nú í fyrsta sinn við stjórn­völ­inn í efstu deild karla.

Stjarn­an hef­ur hins­veg­ar byrjað vel, skorað sjö mörk og fengið fjög­ur stig í fyrstu tveim­ur leikj­un­um, og Garðbæ­ing­ar virðast til alls lík­leg­ir í sum­ar. Þeir þurfa hins­veg­ar að yf­ir­vinna gaml­an draug. Stjarn­an hef­ur nefni­lega ekki unnið Breiðablik í efstu deild í Kópa­vogi í 23 ár, eða frá ár­inu 1994. Frá þeim tíma hafa Stjörnu­menn komið 10 sinn­um í heim­sókn, tapað átta sinn­um en tvisvar náð jafn­tefli.

Þetta er 25. leik­ur Breiðabliks og Stjörn­unn­ar í efstu deild. Blikar, sem unnu 2:1 og 3:1 í fyrra, hafa unnið 13 leikj­anna en Stjarn­an aðeins fimm. Þá er þetta 50. móts­leik­ur­inn á milli fé­lag­anna í meist­ara­flokki karla frá upp­hafi.

*Arnþór Ari Atla­son hef­ur haft gott lag á að skora gegn Stjörn­unni og hef­ur gert mark fyr­ir Blika í þrem­ur af síðustu fjór­um leikj­um liðanna í deild­inni.

Stiga­laus­ir Skaga­menn við KR

Gömlu stór­veld­in KR og ÍA eig­ast við í Vest­ur­bæn­um klukk­an 17 í dag. Eft­ir tvo ósigra á heima­velli, gegn FH og Val, fá Skaga­menn enn eitt erfiða verk­efnið í byrj­un móts. En þeir hugsa ef­laust til sig­urs­ins sæta á KR-vell­in­um í fyrra, þegar Garðar Gunn­laugs­son skoraði æv­in­týra­legt sig­ur­mark í upp­bót­ar­tíma, 2:1, og kom ÍA á magnaða sig­ur­braut.

KR er með þrjú stig eft­ir fyrstu tvo leik­ina og Will­um Þórs­son og hans menn hafa ef­laust eng­an áhuga á að mis­stíga sig aft­ur á heima­velli eins og í fyrstu um­ferðinni gegn Vík­ingi R.

Jafn­ræði hef­ur verið með KR og ÍA und­an­far­in ár en af átta viður­eign­um í efstu deild frá 2012 hafa fé­lög­in unnið þrjá leiki hvort.

Þetta verður 116. viður­eign þeirra á Íslands­móti frá 1946 og til þessa hef­ur ÍA unnið 46 leiki en KR 39.

*Morten B. And­er­sen tryggði KR sig­ur gegn ÍA í síðasta leik liðanna á Akra­nesi síðasta haust, 1:0.

Langþráður heima­leik­ur KA

Á Ak­ur­eyri verður mikið um dýrðir í dag en kl. 18 leik­ur KA sinn fyrsta heima­leik í efstu deild frá 2004 þegar Fjöln­ir kem­ur í heim­sókn og spilað er á Ak­ur­eyr­ar­velli sem aldrei fyrr hef­ur verið til­bú­inn fyr­ir leik jafn snemma vors.

Bæði lið hafa byrjað vel, eru bæði með fjög­ur stig eft­ir tvo leiki og báðir þjálf­ar­ar eygja því mögu­leika á að fram­lengja gott gengi enn um sinn.

KA og Fjöln­ir hafa aldrei áður mæst í efstu deild en eiga marg­ar viður­eign­ir sín á milli í 1. deild. Síðast mætt­ust þau í Grafar­vogi í júlí 2013 þar sem Car­sten Peder­sen skoraði sig­ur­mark KA, 1:0, á 87. mín­útu. Liðin höfðu skilið jöfn, 1:1, á Ak­ur­eyri um vorið.

*Hall­grím­ur Mar Stein­gríms­son, sem hef­ur verið áber­andi í liði KA í byrj­un móts, skoraði sig­ur­mark gegn Fjölni, 2:1, á Ak­ur­eyr­ar­velli í 1. deild­inni í ág­úst 2012.

Góðar minn­ing­ar Óls­ara

Grinda­vík fær Vík­ing frá Ólafs­vík í heim­sókn í dag klukk­an 18 og þar mæt­ast lið sem mjög marg­ir spáðu að yrðu sam­ferða niður í 1. deild­ina í haust.

Grind­vík­ing­ar hafa hins­veg­ar byrjað vel, jafn­tefli gegn Stjörn­unni og sig­ur gegn Vík­ingi R., á meðan Ólafs­vík­ing­ar hafa tapað fyr­ir Val og KR.

Þessi tvö fé­lög hafa aldrei áður mæst í efstu deild en háð nokkra harða hildi í 1. deild­inni. Vík­ing­ar eiga góðar minn­ing­ar úr síðustu heim­sókn til Grinda­vík­ur en þeir unnu þar stór­sig­ur, 7:2, í byrj­un sept­em­ber 2015 og tryggðu sér með því úr­vals­deild­ar­sæti.

*Al­freð Már Hjaltalín skoraði í báðum leikj­um liðanna í 1. deild 2015, fyrst í 2:0 sigri í Ólafs­vík og svo í áður­nefnd­um stór­sigri.

Skora Eyja­menn loks­ins?

ÍBV og Vík­ing­ur R. mæt­ast í Eyj­um í dag klukk­an 17 og þar von­ast Eyja­menn eft­ir sínu fyrsta marki á tíma­bil­inu. Þeir eru með eitt stig eft­ir jafn­tefli við Fjölni og tap gegn Stjörn­unni en Vík­ing­ar eru með 3 stig eft­ir sig­ur á KR og tap gegn Grinda­vík.

Í fyrra unnu Vík­ing­ar báða leiki liðanna, 3:0 í Eyj­um og 2:1 í Foss­vogi. Viður­eign­in á morg­un verður sú 50. þeirra á milli í efstu deild, frá 1926, en ÍBV hef­ur unnið 21 leik og Vík­ing­ur 18. Liðin hafa ekki gert jafn­tefli í efstu deild í 27 ár, eða í 21 leik í röð.

*Vla­dimir Tufegdzic skoraði bæði mörk­in þegar Vík­ing­ur vann ÍBV 2:1 í fyrra­sum­ar.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert
Loka