Yfirburðir Blika skiluðu þremur stigum

Rakel Hönnudóttir, fyrirliði Breiðabliks, reynir að leika á Tinnu Björk …
Rakel Hönnudóttir, fyrirliði Breiðabliks, reynir að leika á Tinnu Björk Birgisdóttur úr Fylki í leiknum í kvöld. mbl.is/Golli

Breiðablik vann sinn þriðja leik í Pepsi-deild kvenna í knatt­spyrnu þetta tíma­bilið þegar liðið fékk Fylki í heim­sókn í 4. um­ferð deild­ar­inn­ar í kvöld. Blikar höfðu mikla yf­ir­burði í leikn­um en þurftu að hafa þol­in­mæðina að vopni og það skilaði sér í 2:0-sigri þeirra. Breiðablik er með 9 stig eins og FH, þrem­ur stig­um á eft­ir Þór/​KA sem er á toppn­um með fullt hús stiga.

Blikar voru sterk­ari aðil­inn í fyrri hálfleik en það beið þeirra þol­in­mæðis­vinna að finna leiðina í gegn­um varn­ar­skipu­lag Fylk­is. Eft­ir að hafa fengið nokk­ur færi var ís­inn brot­inn á 36. mín­útu þegar Berg­lind Björg Þor­valds­dótt­ir skoraði eft­ir lag­lega skynd­isókn. Svava Rós Guðmunds­dótt­ir bar þá bolt­ann fram völl­inn, Rakel Hönnu­dótt­ir átti stungu­send­ingu á Berg­lindi sem kláraði vel. Staðan 1:0 í hálfleik.

Síðari hálfleik­ur­inn var frek­ar bragðdauf­ur. Blikar voru marg­falt meira með bolt­ann en náðu þrátt fyr­ir það ekki að skapa sér mikið. Fann­dís Friðriks­dótt­ir hafði farið af velli vegna meiðsla í hálfleik og söknuðu heima­kon­ur sköp­un­ar­krafts henn­ar mikið.

Sókn Blika bar hins veg­ar ávöxt á ný á 77. mín­útu. Varamaður­inn Sól­veig Lar­sen lék þá með bolt­ann á vinstri kant­in­um, kom hon­um á Andr­eu Rán Hauks­dótt­ur sem hafði tíma til þess að leggja hann fyr­ir sig við víta­teigs­lín­una og skila hon­um ör­ugg­lega í vinstra hornið. Staðan 2:0 fyr­ir Breiðablik.

Yf­ir­burðir Blika héldu áfram eft­ir markið en ekki fundu heima­kon­ur leiðina þriðja sinni í mark­net Fylk­is, en Tinna Björk Birg­is­dótt­ir bjargaði þó einu sinni á línu fyr­ir Fylki og kom í veg fyr­ir að Berg­lind bætti við öðru marki sínu. 2:0-sig­ur Breiðabliks staðreynd og þriðja tap Fylk­is í röð sömu­leiðis.

Breiðablik og FH eru með 9 stig í öðru og þriðja sæt­inu en Fylk­ir er með þrjú stig í átt­unda sæti.

Fylgst var með gangi mála í beinni texta­lýs­ingu hér á mbl.is, en nán­ar verður fjallað um alla leiki kvölds­ins í íþrótta­blaði Morg­un­blaðsins með morgni. Viðtöl koma hingað á vef­inn síðar í kvöld.

Breiðablik 2:0 Fylk­ir opna loka
skorar Berglind Björg Þorvaldsdóttir (36. mín.)
skorar Andrea Rán Hauksdóttir (77. mín.)
Mörk
mín.
90 Leik lokið
Þrjú stig til Blika og þriðji sigur liðsins á tímabilinu í höfn. Sömuleiðis þriðja tap Fylkis í röð.
90
+2. Hættuleg sending inn á vítateig Blika en þar var engin Fylkiskona tilbúin í árásina.
90 Ingibjörg Sigurðardóttir (Breiðablik) á skot sem er varið
+1. Aukaspyrna frá miðju, Þórdís grípur boltann en er nærri því sjálf komin inn í markið. Bjargar fyrir horn.
90
Leikurinn er að fjara út.
88 Ragnheiður Erla Garðarsdóttir (Fylkir) á skot framhjá
Skyndisókn hjá Fylki en skot Ragnheiðar fór nokkuð yfir markið.
86 Sigrún Salka Hermannsdóttir (Fylkir) kemur inn á
86 Hulda Sigurðardóttir (Fylkir) fer af velli
Haltrar af velli.
86 Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Breiðablik) á skot sem er varið
Bjargað á línu! Þórdís fór í úthlaup en missti af boltanum, Berglind átti tilraunina en Tinna Björk var mætt á línuna og bjargaði.
85 Sólveig Larsen (Breiðablik) á skot sem er varið
Sólveig hefur komið með mikinn kraft inn í lið Blika en náði ekki kraftinum í þetta skot.
79 Sólveig Larsen (Breiðablik) á skot framhjá
Þetta hefði verið stórglæsilegt mark. Sólveig keyrði af áræðni í átt að teignum, komst óáreitt að markinu en skot hennar fór yfir.
78
Áhorfendur eru 347 talsins hér í kvöld.
77 MARK! Andrea Rán Hauksdóttir (Breiðablik) skorar
2:0 - Sólveig Larsen með boltann á vinstri kantinum. Lék inn að teignum og kom honum á Andreu. Hún hafði nægan tíma til þess að leggja boltann fyrir sig og skila honum í vinstra hornið.
76
Fylkir hefur fært lið sitt framar á völlinn. Skipulagið hefur haldið ágætlega baka til og nú þarf að freista þess að ná inn marki.
75 Selma Sól Magnúsdóttir (Breiðablik) á skot í stöng
Selma hefur verið besti maður vallarins í leiknum. Svava kemur boltanum á hana í teignum, hún er í mjög þröngu færi en kom boltanum í stöngina.
74 Ísold Kristín Rúnarsdóttir (Fylkir) kemur inn á
74 Rakel Leósdóttir (Fylkir) fer af velli
74 Guðrún Arnardóttir (Breiðablik) kemur inn á
74 Arna Dís Arnþórsdóttir (Breiðablik) fer af velli
73 Ingibjörg Sigurðardóttir (Breiðablik) á skot framhjá
Bjartsýn af löngu færi en þó ekki algalið.
72
Hildur Antonsdóttir dettur í teignum en þetta virtist nú ekki vera mikið.
70 Selma Sól Magnúsdóttir (Breiðablik) á skot sem er varið
Í litlu jafnvægi í teignum og Þórdís greip boltann auðveldlega.
69 Sólveig Larsen (Breiðablik) kemur inn á
69 Rakel Hönnudóttir (Breiðablik) fer af velli
68 Arna Dís Arnþórsdóttir (Breiðablik) á skot sem er varið
Vá. Arna Dís á óvenjulegum slóðum, komin í dauðafæri ein gegn Þórdísi. Skotið er hins vegar lélegt og Þórdís nær að slá boltann í þverslá og bjarga þannig.
66 Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Breiðablik) á skalla sem er varinn
Selma Sól með flotta fyrirgjöf inn á teiginn, Berglind stekkur upp en nær ekki að stýra skallanum framhjá Þórdísi.
64
Yfirburðir Blika eru gríðarlegir, Fylkiskonur ná vart að spila boltanum á milli sín áður en þær tapa honum aftur. En það er hins vegar ekkert að frétta þrátt fyrir að Blikar séu meira með boltann.
62 Ragnheiður Erla Garðarsdóttir (Fylkir) kemur inn á
62 Thelma Lóa Hermannsdóttir (Fylkir) fer af velli
61
Berglind Björg komin upp að endamörkum og renndi fyrir en Blikar náðu ekki að gera sér mat úr þessu.
60
Botninn hefur gjörsamlega dottið úr þessum leik hér eftir hlé. Greinilegt hvað Fanndís er mikilvæg þessu Blikaliði.
59
Aftur smá barátta á teignum eftir hornið áður en Fylkir hreinsar frá.
58 Breiðablik fær hornspyrnu
55
Smá darraðadans í teignum en boltinn rúllar að lokum yfir endalínuna og skapaði aldrei hættu.
55 Breiðablik fær hornspyrnu
54
Hulda Sigurðardóttir með afleita sendingu í vörn Fylkis, beint á Berglindi Björgu. Hún ætlar að þræða boltann inn á Rakel á teignum en sendingin er aðeins of föst.
52
Ekkert að frétta hér í upphafi síðari hálfleiksins.
46 Seinni hálfleikur hafinn
46 Hildur Antonsdóttir (Breiðablik) kemur inn á
46 Fanndís Friðriksdóttir (Breiðablik) fer af velli
Meiddist greinilega á ökkla í fyrri hálfleiknum.
45 Hálfleikur
Blikar eru marki yfir í hálfleik og hafa verið mun líklegra liðið í fyrri hálfleiknum.
45 Selma Sól Magnúsdóttir (Breiðablik) á skot sem er varið
+1. Svava fyrst með stórhættulega fyrirgjöf en Berglind náði ekki að henda sér á boltann í markteignum. Hann barst svo út á Selmu sem lét vaða en í varnarmann.
45
Fanndís kemur loks aftur inn á völlinn eftir langan tíma á hliðarlínunni en hún stingur greinilega við.
43 Jesse Shugg (Fylkir) á skot sem er varið
Utan teigs en laust og beint á Sonný. Fyrsta sinn í leiknum sem hún þarf að vera almennilega á verði.
40
Fanndís fær aðhlynningu utan vallar, það er verið að vefja á henni ökklann.
36 MARK! Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Breiðablik) skorar
1:0 - Glæsileg skyndisókn hjá Blikum sem hófst þegar Svava Rós vann boltann. Rakel Hönnudóttir fékk hann svo á miðjunni, kom með glæsilega stungusendingu inn á Berglindi Björgu sem rak tá í boltann og kom honum framhjá Þórdísi í markinu.
33 Fanndís Friðriksdóttir (Breiðablik) á skot framhjá
Ætlaði að skrúfa boltann upp í skeytin hægra megin frá vítateigshorninu en framhjá.
32 Rakel Hönnudóttir (Breiðablik) á skalla sem fer framhjá
Engin hætta.
31 Breiðablik fær hornspyrnu
30
Ekkert kom úr þessum hornspyrnum en Blikar halda áfram að pressa.
29 Breiðablik fær hornspyrnu
28 Breiðablik fær hornspyrnu
28 Fanndís Friðriksdóttir (Breiðablik) á skot sem er varið
Þrumar í Tinnu í teignum og boltinn fer afturfyrir.
22
Berglind Björg gerði frábærlega, skildi Huldu eftir í rykinu og geystist af stað. Missti boltann svo of langt frá sér í teignum og Tinna Bjarndís gerði þar vel.
18
Ekkert kemur úr hornspyrnunni.
18 Breiðablik fær hornspyrnu
Fanndís með mikinn sprett en boltinn fer af varnarmanni og í þaknetið. Hörðustu Blikarnir voru farnir að fagna marki.
17
Vá. Jesse Shugg komst óáreitt frá miðju og alla leið inn í vítateig Blika. Hristi af sér hálft liðið á leiðinni áður en hún var stöðvuð að lokum.
14
Alls kyns vandræðagangur í vítateig Fylkis. Fyrst prjónaði Rakel Hönnu sig inn á teig en fann ekki skotfærið, kom boltanum á Fanndísi sem fann það ekki heldur og að lokum var það Berglind sem reyndi en varnarmenn Fylkis voru á yfirvinnukaupi að hlaupa á milli þeirra og koma í veg fyrir skot.
13
Berglind Björg skorar eftir stungusendingu frá Fanndísi, en er flögguð rangstæð áður en hún skilaði boltanum í mark Fylkis.
12
Thelma Lóa í liði Fylkis er nokkrum sinnum búin að fara illa með Örnu Dís í vinstri bakverðinum hjá Blikum hér í upphafi leiks.
9
Jasmín hér tvívegis reynt að þræða boltann í gegnum vörn Blika en sendingin verið of föst í bæði skiptin.
7 Fanndís Friðriksdóttir (Breiðablik) á skot framhjá
Dauðafæri! Fanndís Friðriksdóttir fékk boltann vinstra megin, keyrði inn í teiginn eins og hún gerir svo vel en sendi boltann naumlega framhjá stönginni hægra megin.
6 Fylkir fær hornspyrnu
Thelma Lóa vinnur hornspyrnu.
1 Leikur hafinn
Blikar taka miðju og sækja í áttina frá félagsheimili sínu í fyrri hálfleik.
0
Sonný grípur hornspyrnuna.
0
19.12 - Þá ganga liðin hér fylktu liði inn á völlinn.
0
19.10 - Hingað upp í blaðamannastúku var að koma njósnari frá háskóla í Bandaríkjunum. Hann sagðist vera sérstaklega að fylgjast með Jasmín Erlu Ingadóttur í liði Fylkis. Þá er annar njósnari með honum að fylgjast með leikmanni Blika, sem hann mundi reyndar ekki nafnið á!
0
19.05 - Jæja þá eru liðin komin aftur inn til lokaundirbúnings.
0
18.55 - Einn varamaður Fylkis virtist meiðast á ökkla hér í upphitun og fékk aðhlynningu. Ég sá ekki almennilega hver það var en miðað við hvernig hún hélt um ökklann mun hún eflaust ekki koma við sögu.
0
18.52 – Fylkir samdi í dag við landsliðskonu frá Norður-Írlandi, Caragh Milligan að nafni. Hún er tvítugur miðjumaður og komst í sögubækurnar árið 2012 þegar hún varð yngsta landsliðskona þjóðarinnar frá upphafi, aðeins 15 ára og 121 dags gömul í sínum fyrsta A-landsleik. Hún er ekki lögleg í þessum leik en fær leikheimild á morgun.
0
18.40 - Liðin eru nú á fullu í upphitun. Þórdís Edda markvörður Fylkis hefur verið langtum lengst úti á velli við æfingar enda mun eflaust reyna mikið á hana í kvöld.
0
Kópavogsvöllur lítur vel út og það er flott veður. Nokkur gjóla þvert á völlinn, en annars þurrt og 12 stiga hiti.
0
Það er skarð í liði Fylkis, en markvörðurinn Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir má ekki spila þennan leik þar sem hún er í láni frá Breiðabliki. Þórdís Edda Hjartardóttir stendur í markinu í hennar stað. Það er eina breytingin á liði Fylkis frá 4:1-tapinu fyrir Þór/KA.
0
Valur vann Breiðablik í síðustu umferð, 3:0, og gerir eina breytingu á liði sínu frá þeim leik. Fyrirliðinn Rakel Hönnudóttir er kominn aftur eftir meiðsli en Hildur Antonsdóttir sest á bekkinn.
0
Velkomin á Kópavogsvöll þar sem Breiðablik tekur á móti Fylki í fjórðu umferð Pepsi-deildar kvenna. Breiðablik er með 6 stig í 4. sæti eftir sigra á FH og Val en tap gegn Þór/KA. Fylkir er í 8. sæti með 3 stig eftir sigur á Grindavík en töp gegn FH og Þór/KA.
Sjá meira
Sjá allt

Breiðablik: (4-3-3) Mark: Sonný Lára Þráinsdóttir. Vörn: Ásta Eir Árnadóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir, Heiðdís Sigurjónsdóttir, Arna Dís Arnþórsdóttir (Guðrún Arnardóttir 74). Miðja: Rakel Hönnudóttir (Sólveig Larsen 69), Selma Sól Magnúsdóttir, Andrea Rán Hauksdóttir. Sókn: Svava Rós Guðmundsdóttir, Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Fanndís Friðriksdóttir (Hildur Antonsdóttir 46).
Varamenn: Telma Ívarsdóttir (M), Sandra Sif Magnúsdóttir, Sólveig Larsen, Esther Rós Arnarsdóttir, Hildur Antonsdóttir, Guðrún Arnardóttir.

Fylkir: (4-5-1) Mark: Þórdís Edda Hjartardóttir. Vörn: Lovísa Sólveig Erlingsdóttir , Tinna B. Bergþórsdóttir, Tinna Björk Birgisdóttir, Hulda Sigurðardóttir (Sigrún Salka Hermannsdóttir 86). Miðja: Thelma Lóa Hermannsdóttir (Ragnheiður Erla Garðarsdóttir 62), Berglind Rós Ágústsdóttir, Jesse Shugg, Jasmín Erla Ingadóttir, Kristín Þóra Birgisdóttir. Sókn: Rakel Leósdóttir (Ísold Kristín Rúnarsdóttir 74).
Varamenn: (M), Ragnheiður Erla Garðarsdóttir, Ísold Kristín Rúnarsdóttir, Birna Kristín Eiríksdóttir, Sigrún Salka Hermannsdóttir, Sæunn Rós Ríkharðsdóttir, Stella Þóra Jóhannesdóttir, Brigita Morkute.

Skot: Breiðablik 16 (11) - Fylkir 2 (1)
Horn: Breiðablik 6 - Fylkir 1.

Lýsandi: Andri Yrkill Valsson
Völlur: Kópavogsvöllur
Áhorfendafjöldi: 347

Leikur hefst
15. maí 2017 19:15

Aðstæður:
11 stiga hiti, alskýjað og gjóla. Völlurinn í fínu standi.

Dómari: Bríet Bragadóttir
Aðstoðardómarar: Breki Sigurðsson og Árni Heiðar Guðmundsson

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert