Langþráður Blikasigur í Fossvogi

Blikarnir Arnþór Ari Atlason og Michee Efete í leiknum gegn …
Blikarnir Arnþór Ari Atlason og Michee Efete í leiknum gegn Víkingi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Breiðablik nældi í fyrstu stig sín í Pepsi-deild karla í kvöld í leik gegn Víkingi R. í Fossvoginum. Eftir að hafa tapað fyrstu þremur leikjunum og látið þjálfarann fara tókst þeim að snúa við taflinu í jöfnum baráttuleik gegn Víkingum R.

Jafnræði var með liðunum og skiptust þau á að ógna marki andstæðinganna og skapa sér færi í fyrri hálfleik. 

Talsverð harka var líka í leiknum frá fyrstu mínútu og ljóst að þarna voru tvö lið sem hvorugt ætlaði að tapa leiknum.

Það voru Blikar sem komust yfir eftir um stundarfjórðung af leiknum. Var þar á ferðinni Hrovje Tokic eftir góðan undirbúning Gísla Eyjólfssonar og Martin Lund Pedersen. Sá síðastnefndi var ógnandi í fyrri hálfleik og komu færi Blika oftar en ekki í gegnum hann.

Í seinni hálfleik sást að það voru Víkingar sem þurftu að elta jöfnunarmarkið. Það kom að lokum eftir fast leikatriði þegar Arnþór Ingi Kristinsson flikkaði hornspyrnu yfir Gunnleif í marki Blika.

Víkingar voru ekki síðri aðilinn í leiknum en snöggar sóknir Blika lentu þeir í erfiðleikum með. Gísli Eyjólfsson kom Breiðablik aftur yfir á 69. mínútu með fallegu skoti úr teignum áður en Michee Efete bætti við marki með skalla eftir hornspyrnu skömmu síðar. Í uppbótatíma minnkaði Dofri Snorrason muninn með skallamarki og reyndist mark Michee Efete því sigurmarkið þegar upp var staðið. Langþráð stig Breiðabliks.

Víkingur R. 2:3 Breiðablik opna loka
90. mín. Ivica Jovanovic (Víkingur R.) fer af velli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka