Viðar ekki valinn í landsliðið – „Rosalega svekktur“

Viðar Örn Kjartansson.
Viðar Örn Kjartansson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Viðar Örn Kjartansson, framherji Maccabi Tel Aviv í Ísrael, er ekki í íslenska landsliðshópnum sem tilkynntur verður eftir hádegið í dag fyrir leikinn gegn Króatíu í undankeppni HM þann 11. júní.

Vefmiðillinn 433.is greindi fyrst frá þessu í morgun. „Ég var auðvitað rosalega svekktur þegar ég heyrði þetta en ég verð að taka þessu eins og maður. [...] Ég verð bara að taka þessu þannig að ég þurfi að gera betur. Ég get ekki farið í neinar skotgrafir með þetta,“ sagði Viðar Örn meðal annars í samtali við visi.is í kjölfarið.

Viðar Örn var markahæsti leikmaður ísraelsku úrvalsdeildarinnar í vetur, en hann á að baki 14 A-landsleiki og eitt mark. Hann var meðal annars í byrjunarliðinu gegn Kósóvó í síðasta leik Íslands í undankeppni HM.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert