Blikar tóku þrjú stig á Skaganum

Breiðablik vann sanngjarnan 3:2 sigur á Skagamönnum á Skipaskaga í 6. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu í dag. Sigurinn hefði getað verið töluvert stærri og var spilamennskan þeirra til fyrirmyndar.

Blikar byrjuðu leikinn vægast sagt afar vel því eftir sjö mínútur var staðan orðin 2:0. Fyrst skoraði Gísli Eyjólfsson með hnitmiðuðu skoti innan teigs eftir fallega sókn. Martin Lund átti þá fyrirgjöf á Höskuld Gunnlaugsson sem lagði boltann með hælnum á Gísla sem skoraði, einstaklega hugguleg sókn. Örfáum augnablikum síðar skoraði Arnþór Ari Atlason af stuttu færi eftir fyrirgjöf Martin Lund og voru Skagamenn slegnir.

Tryggvi Hrafn Haraldsson fékk sannkallað dauðafæri til að minnka muninn í 2:1 örskömmu síðar. Hann komst þá einn geng Gunnleifi Gunnleifssyni en skotið hans fór í stöngina og rúllaði boltinn meðfram marklínunni áður en Gunnleifur fékk hann í fangið. Tryggvi fékk svipað færi undir lok fyrri hálfleiks en í þetta skiptið varði Gunnleifur skotið hans virkilega vel. Stuttu áður skallaði Hrvoje Tokic fyrirgjöf Gísla Eyjólfssonar í þverslánna. Staðan var hins vegar 2:0 í hálfleik, þrátt fyrir góð tækifæri beggja liða til að bæta við mörkum.

Arnþór Ari Atlason skoraði sitt annað mark á 57. mínútu. Hrvoje Tokic átti fast skot að marki sem Ingvar Kale varði, en boltinn barst á Arnþór sem var þá umkringdur varnarmönnum, en á einhvern óskiljalegan hátt náði hann að troða boltanum í netið á nærstöng. Tveimur mínútum síðar minnkaði Þórður Þorsteinn Þórðarson hins vegar muninn með fallegu skoti eftir undirbúning Arnars Már Björgvinssonar.

Eftir það róaðist leikurinn töluvert en Arnar Más Björgvinsson minnkaði muninn á síðustu sekúndunum, en nær komust Skagamenn ekki. Þetta var þriðji sigur Breiðabliks í röð og er liðið í 7. sæti, fjórum stigum frá toppliði Stjörnunnar. Skagamenn eru aftur á móti í næstneðsta sæti með aðeins þrjú stig og einn sigur.

Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu á mbl.is 

ÍA 2:3 Breiðablik opna loka
90. mín. Arnar Már Guðjónsson (ÍA) skorar Lagar stöðuna aðeins í boltinn barst til hans inni í teig og hann kláraði af öryggi. Von fyrir Skagamenn?
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert