Hugsað um þennan eina leik í nokkra mánuði

Ragnar Sigurðsson í leik gegn Króatíu ytra.
Ragnar Sigurðsson í leik gegn Króatíu ytra. AFP

„Þegar ég sá hvernig staðan var orðin þá fór ég bara að hugsa um þenn­an eina leik [við Króa­tíu]. Ég er bú­inn að hugsa um hann í nokkra mánuði núna og stefna að hon­um,“ seg­ir Ragn­ar Sig­urðsson, landsliðsmiðvörður í knatt­spyrnu.

Ragn­ar verður að öll­um lík­ind­um í eld­lín­unni gegn Króa­tíu á sunnu­dag í toppslag I-riðils í undan­keppni HM. Þann leik kem­ur Árbæ­ing­ur­inn hins veg­ar til með að spila í lít­illi sem engri leikæf­ingu. Ragn­ar, sem lék reynd­ar í sigr­un­um á Kósóvó og Írlandi í mars, kom nefni­lega aðeins við sögu í þrem­ur deild­ar­leikj­um með liði sínu Ful­ham í Englandi eft­ir ára­mót. Hann spilaði síðast 90 mín­útna deild­ar­leik 2. janú­ar, en seg­ist ekki láta þetta á sig fá.

„Standið á mér er mjög gott. Ég held að ég hafi bara komið öll­um á óvart og eig­in­lega sjálf­um mér líka. Mér hef­ur liðið mjög vel á æf­ing­um,“ seg­ir Ragn­ar, sem hef­ur æft á Íslandi eft­ir að tíma­bil­inu með Ful­ham lauk. Hann glímdi við kálfa­meiðsli síðustu tvær og hálfa viku tíma­bils­ins og var ekk­ert með Ful­ham í um­spil­inu um sæti í ensku úr­vals­deild­inni, sem liðið tapaði. Tutt­ugu dag­ar eru síðan tíma­bil­inu lauk.

„Síðustu vik­ur hjá mér hafa verið mjög góðar. Ég rétt náði mér af meiðsl­un­um og náði æf­ingu dag­inn fyr­ir síðasta leik tíma­bils­ins, en þar sem ég náði bara einni æf­ingu skildi ég al­veg að ég var ekki tek­inn með í þann leik. Eft­ir það er ég bara bú­inn að vera góður. Ég fór í 4-5 daga frí með kon­unni og mætti svo beint á æf­ing­ar hingað 26. maí,“ seg­ir Ragn­ar. En mun það ekki há hon­um að hafa spilað svona lítið á ár­inu, í bar­áttu við Mario Mandzukic og fleiri stór­laxa?

Sjá viðtalið við Ragn­ar í heild í íþrótta­blaði Morg­un­blaðsins í dag

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
03.04 22:00 Ísland : Noregur
04.04 18:00 Sviss : Frakkland
07.04 22:00 Ísland : Sviss
08.04 17:00 Noregur : Frakkland
29.05 22:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
02.06 22:00 Ísland : Frakkland
02.06 22:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
03.04 22:00 Ísland : Noregur
04.04 18:00 Sviss : Frakkland
07.04 22:00 Ísland : Sviss
08.04 17:00 Noregur : Frakkland
29.05 22:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
02.06 22:00 Ísland : Frakkland
02.06 22:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert