Hugsað um þennan eina leik í nokkra mánuði

Ragnar Sigurðsson í leik gegn Króatíu ytra.
Ragnar Sigurðsson í leik gegn Króatíu ytra. AFP

„Þegar ég sá hvernig staðan var orðin þá fór ég bara að hugsa um þennan eina leik [við Króatíu]. Ég er búinn að hugsa um hann í nokkra mánuði núna og stefna að honum,“ segir Ragnar Sigurðsson, landsliðsmiðvörður í knattspyrnu.

Ragnar verður að öllum líkindum í eldlínunni gegn Króatíu á sunnudag í toppslag I-riðils í undankeppni HM. Þann leik kemur Árbæingurinn hins vegar til með að spila í lítilli sem engri leikæfingu. Ragnar, sem lék reyndar í sigrunum á Kósóvó og Írlandi í mars, kom nefnilega aðeins við sögu í þremur deildarleikjum með liði sínu Fulham í Englandi eftir áramót. Hann spilaði síðast 90 mínútna deildarleik 2. janúar, en segist ekki láta þetta á sig fá.

„Standið á mér er mjög gott. Ég held að ég hafi bara komið öllum á óvart og eiginlega sjálfum mér líka. Mér hefur liðið mjög vel á æfingum,“ segir Ragnar, sem hefur æft á Íslandi eftir að tímabilinu með Fulham lauk. Hann glímdi við kálfameiðsli síðustu tvær og hálfa viku tímabilsins og var ekkert með Fulham í umspilinu um sæti í ensku úrvalsdeildinni, sem liðið tapaði. Tuttugu dagar eru síðan tímabilinu lauk.

„Síðustu vikur hjá mér hafa verið mjög góðar. Ég rétt náði mér af meiðslunum og náði æfingu daginn fyrir síðasta leik tímabilsins, en þar sem ég náði bara einni æfingu skildi ég alveg að ég var ekki tekinn með í þann leik. Eftir það er ég bara búinn að vera góður. Ég fór í 4-5 daga frí með konunni og mætti svo beint á æfingar hingað 26. maí,“ segir Ragnar. En mun það ekki há honum að hafa spilað svona lítið á árinu, í baráttu við Mario Mandzukic og fleiri stórlaxa?

Sjá viðtalið við Ragnar í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert