Cloé með fernu gegn Fylki

Frá leik Fylkis og ÍBV í kvöld.
Frá leik Fylkis og ÍBV í kvöld. mbl.is/Golli

ÍBV vann auðveldan sigur á Fylki, 5:0, þegar liðin mættust í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu á Floridana-vellinum í Árbænum í kvöld.

Kanadíski framherjinn skoraði fjögur marka ÍBV og Kristín Erna Sigurlásdóttir gerði eitt mark. ÍBV er þá komið með 16 stig og að hlið Stjörnunnar í 3. sæti eins og er, en Fylkir er í áttunda sæti með 4 stig og mun færast niður í fallsæti síðar í kvöld.

Leikurinn var nokkuð jafn framan af en Eyjakonur bættu þó í og komust yfir á 23. mínútu. Cloé Lacasse var hægra megin í teignum og skaut á nær stöngina en boltinn fór rétt framhjá Ástu Vigdísi Guðlaugsdóttur markmanni Fylkis og hafnaði í netinu. Eyjakonur voru kraftmeiri eftir markið og bættu við öðru marki stuttu seinna. Jesse Shugg átti marktilraun en Kristín Erna Sigurlásdóttir náði boltanum í framhaldinu og skoraði. Fylkiskonur voru því tveimur mörkum undir þegar liðin gengu inn í klefa í hálfleik.

Heimakonur byrjuðu seinni hálfleik í sókn, en drógust fljótlega aftur úr fersku liði ÍBV. Cloé Lacasse var aftur á ferðinni á 56. mínútu og skoraði þriðja mark gestanna en og bætti við tveimur mörkum í viðbót undir lok leiks, lokatölur 5:0. 

Fylkir 0:5 ÍBV opna loka
90. mín. Fylkiskonur virðast hafa gefist upp. Uppbótartími er þrjár mínútur.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert