Óskar tryggði KR eitt stig

Aron Bjarki Jósefsson í baráttu við Davíð Kristján Ólafsson í …
Aron Bjarki Jósefsson í baráttu við Davíð Kristján Ólafsson í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

KR og Breiðablik skildu jöfn, 1:1, í 8. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu í Vesturbænum í kvöld. Blikar eru með 10 stig í 7. Sæti en KR er með 8 stig í 9. sæti. Óskar Örn Hauksson tryggði KR eitt stig með marki úr vítaspyrnu á 90. mínútu.

Leikurinn var ákaflega fjörugur í fyrri hálfleik og bæði lið fengu góð færi áður en fyrsta markið leit dagsins ljós. Gísli Eyjólfsson komst næst því að skora en þrumuskot hans small í stönginni á 21. Mínútu.

Hrvoje Tokic kom Blikum yfir eftir hálftímaleik. Skot hans úr aukaspyrnu af um 25 metra færi small í stönginni, fór þaðan í bakið á Beiti markverði KR og í netið.

Gestirnir úr Kópavogi með eins marks forystu þegar liðin gengu til búningsherbergja að loknum fyrri hálfleik, þó líklega hefði verið sanngjarnt ef staðan hefði verið 5:5 en ekki 1:0.

Leikurinn var ekki alveg jafn fjörugur í seinni hálfleik þó fjörið hafi verið talsvert. Gestirnir héldu sig aftarlega á vellinum og beittu hröðum skyndisóknum þegar færi gáfust.

Blikar virtust vera að tryggja sér sigur þegar Guðmundur Andri Tryggvason fiskaði vítaspyrnu í uppbótartíma. Úr vítaspyrnunni skoraði Óskar Örn Hauksson og tryggði KR eitt stig.

KR 1:1 Breiðablik opna loka
90. mín. Aron Bjarki Jósepsson (KR) á skalla sem er varinn Laus skalli sem Gunnleifur grípur auðveldlega.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka