„Þetta var eins sætt og það gerist. Við vorum svo örkumla úr þreytu allir eftir erfiðan leik á fimmtudaginn. Ég nennti ekki í þessa framlengingu, ég hafði enga orku í það,“ sagði Guðjón Baldvinsson framherji Stjörnunnar sem varð hetja liðsins þegar hann skoraði sigurmark í uppbótatíma gegn KR í 8-liða úrslitum Borgunarbikarsins í kvöld.
„Við féllum allt of lang ttilbaka og leyfðum þeim að komast inn ´leikinn. Við stjórnuðum fyrri hálfleiknum og þeir seinni. Við hefðum getað nýtt skyndisóknir aðeins betur, en það var fínt að geta alla veganna klárað einu skyndisóknina sem við fengum í síðari hálfleik,“ sagði Guðjón.
„Það er komið sjálfstraust í liðið aftur eftir mikil meiðsli á sterkum mönnum í liðinu. Það hefur áhrif á liðið en nú eru þeir komnir aftur.“
Þetta var hrikalega erfiður leikur. Maður er ekki lengur undir þrítugu, þannig að maður finnur vel fyrir svona leikjum,“ sagði Guðjón að lokum.