Ekkert stolt, engin gleði

Ísland hefur lokið keppni á EM.
Ísland hefur lokið keppni á EM. AFP

Öll loforð um að kveðja Evrópumótið í Hollandi stoltar og glaðar voru svikin á Sparta Stadion í Rotterdam í gærkvöld þegar íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu tapaði 3:0 fyrir Austurríki í lokaleik sínum.

Fyrri hálfleikurinn var sá langversti á mótinu, áhuginn á að klára mótið af alvöru eftir tvo ágæta leiki var enginn, og úrslitin í raun ráðin í leikhléi þegar staðan var orðin 2:0.

Ég vil ekki ganga svo langt að segja að mótið í heild hafi verið einhver hörmung hjá íslenska liðinu, þó að leikurinn í gær hafi svo sannarlega verið það. Ég stend fyllilega við fyrri skrif mín um það að frammistaðan var góð gegn Frakklandi í fyrsta leik og að mörgu leyti fín gegn Sviss. En í stað þess að þakka þúsundum stuðningsmanna sinna, og fólkinu heima á Íslandi, fyrir stuðninginn og nýta tækifærið til að senda hvetjandi skilaboð upp á framtíðina, þá bauð liðið upp á eintóm vonbrigði.

Það er enginn töframaður í liði Austurríkis, eins og segja mætti um Sviss og Frakkland. Austurríki vinnur með sömu gildi og þjálfarar og leikmenn íslenska liðsins hafa talið sig geta státað af; liðsheild, agaðan varnarleik og mörk úr föstum leikatriðum. Austurríska liðið vinnur hins vegar mun betur með þessa þætti, og virðist svo geta spilað boltanum mun betur þegar þess þarf.

Þrátt fyrir að vera á sínu fyrsta stórmóti, og kannski með titrandi taugar yfir möguleikanum á að komast í 8-liða úrslit, stýrðu þær austurrísku leiknum eftir sínu höfði í fyrri hálfleiknum. Þær fengu fyrsta markið sitt á algjöru silfurfati frá Guðbjörgu Gunnarsdóttur, en hún hafði séð við tveimur dauðafærum fram að því. Á meðan var bókstaflega ekkert að frétta í sóknarleik Íslands. Fanndís Friðriksdóttir hefur á mótinu virst eini leikmaðurinn sem getur skapað færi í venjulegum leik, og ekkert kom út úr löngu innköstunum, hornspyrnunum og aukaspyrnum sem voru þó talsvert margar í seinni hálfleiknum.

Austurríki var 2:0 yfir í leikhléi og bakkaði bara með sitt lið aftar á völlinn í seinni hálfleiknum. Liðið stóðst þá „áskorun“ að verja forskotið gegn sóknum Íslands svo vel að það virtist hreinlega auðvelt.

Sjá ítarlegaumfjöllun um EM í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka