Franski knattspyrnumaðurinn Cédric D'Ulivo hefur fengið leikheimild með Íslandsmeisturum FH frá og með morgundeginum en hann kemur til félagsins frá Leuven í Belgíu.
D'Ulivo er 27 ára gamall og fæddur í Marseille þar sem hann lék með varaliðinu og var síðan hjá mála hjá aðalliðinu en náði aldrei að spila deildarleik með því. Hann var lánaður til frönsku liðanna Cassis Carnoux í C-deild og Ajaccio í B-deild á árunum 2009 til 2011.
Hann fór síðan til Belgíu árið 2012 og hefur þar leikið með Waasland-Beveren og Zulte-Waregem en með þessum liðum spilaði hann 76 leiki í A-deildinni, og með Leuven í B-deildinni á síðasta tímabili. Hann lék þó aðeins fjóra deildarleiki með Leuven.
D'Ulivo er ekki löglegur með FH gegn Maribor í 3. umferð Meistaradeildarinnar á miðvikudaginn en getur spilað sinn fyrsta leik með FH um næstu helgi þegar liðið sækir KA heim til Akureyrar.