Stjórnuðum þessum leik

Davíð Kristján Ólafsson og Linus Olsson í leiknum í kvöld.
Davíð Kristján Ólafsson og Linus Olsson í leiknum í kvöld. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

„Við stjórnuðum þessum leik frá upphafi til enda,“ sagði Milos Milojevic, þjálfari Breiðabliks eftir 2:1 sigur á Fjölni í Pepsideild karla í knattspyrnu í kvöld.

„Ég er mjög ánægður með þrjú stig og er svo sem nokk sama hvort þau fást með 2:1 sigri eða 5:1. Mér fannst við spila vel í kvöld og það er fínt því við skuldum áhorfendum að spila vel hér og vinna fleiri leiki hér á heimavelli,“ sagði Milos

Spurður um sæti í Evrópukeppninni sagði hann: „Það er ekki nein pressa frá stjórninni um slíkt, en ég set þá pressu á mig að stefna að því og mun gera allt sem ég get til að við náðum í slíkt sæti.“

Félagaskiptagluggin lokar á miðnætti, eru fleiri leikmenn á leiðinni. „Það er aldrei aö vita nema við náum í einn áður en glugginn lokar,“ sagði þjálfarinn og spurður um hvort hann vildi fá Eið Smára þannig að hann gæti spilað með syni sínum stóð ekki á svari: „Ég væri til í að hafa Eið Smára í öllum liðum sem ég þjálfa - ekki spurning.“

Milos Milojevic lengst til hægri
Milos Milojevic lengst til hægri mbl.is/Ófeigur Lýðsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert