Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari karla í knattspyrnu, tilkynnti nú rétt í þessu landsliðshópinn fyrir leikina gegn Finnlandi úti og Úkraínu heima í undankeppni heimsmeistaramótsins í byrjun næsta mánaðar.
Heimir gerir tvær breytingar frá sigrinum á Króatíu á Laugardalsvelli í júní. Jón Guðni Fjóluson, leikmaður Norrköping, kemur inn fyrir Aron Sigurðarson hjá Tromsø.
Rúnar Alex Rúnarsson kemur svo inn í hópinn sem þriðji markvörður en Ögmundur Kristinsson dettur út þar sem óvissa er um framtíð hans hjá félagsliði sínu, Hammarby. Ef eitthvað gerist mun svo Anton Ari Einarsson, markvörður Vals, koma inn sem fjórði markvörður.
Ísland mætir Finnlandi í Tampere 2. september og tekur svo á móti Úkraínu á Laugardalsvelli þriðjudaginn 5. september. Hópinn fyrir leikina má sjá hér að neðan.
Markverðir:
Hannes Þór Halldórsson, Randers
Ingvar Jónsson, Sandefjord
Rúnar Alex Rúnarsson, Nordsjælland
Varnarmenn:
Birkir Már Sævarsson, Hammarby
Ragnar Sigurðsson, Rubin Kazan
Kári Árnason, Aberdeen
Ari Freyr Skúlason, Lokeren
Sverrir Ingi Ingason, Rostov
Hörður Björgvin Magnússon, Bristol City
Hjörtur Hermannsson, Bröndby
Jón Guðni Fjóluson, Norrköping
Tengiliðir:
Aron Einar Gunnarsson, Cardiff
Birkir Bjarnason, Aston Villa
Jóhann Berg Guðmundsson, Burnley
Emil Hallfreðsson, Udinese
Gylfi Þór Sigurðsson, Everton
Ólafur Ingi Skúlason, Karabükspor
Arnór Ingvi Traustason, AEK Aþena
Rúrik Gíslason, Nürnberg
Rúnar Már Sigurjónsson, Grasshoppers
Framherjar:
Alfreð Finnbogason, Augsburg
Jón Daði Böðvarsson, Reading
Björn Bergmann Sigurðarson, Molde