Landsliðið: Heimir gerir litlar breytingar

Heimir Hallgrímsson hefur valið landsliðshópinn.
Heimir Hallgrímsson hefur valið landsliðshópinn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Heim­ir Hall­gríms­son, landsliðsþjálf­ari karla í knatt­spyrnu, til­kynnti nú rétt í þessu landsliðshóp­inn fyr­ir leik­ina gegn Finnlandi úti og Úkraínu heima í undan­keppni heims­meist­ara­móts­ins í byrjun næsta mánaðar.

Heimir gerir tvær breytingar frá sigrinum á Króatíu á Laugardalsvelli í júní. Jón Guðni Fjóluson, leikmaður Norrköping, kemur inn fyrir Aron Sigurðarson hjá Tromsø.

Rúnar Alex Rúnarsson kemur svo inn í hópinn sem þriðji markvörður en Ögmundur Kristinsson dettur út þar sem óvissa er um framtíð hans hjá félagsliði sínu, Hammarby. Ef eitthvað gerist mun svo Anton Ari Einarsson, markvörður Vals, koma inn sem fjórði markvörður.

Ísland mætir Finnlandi í Tampere 2. september og tekur svo á móti Úkraínu á Laugardalsvelli þriðjudaginn 5. september. Hópinn fyrir leikina má sjá hér að neðan.

Markverðir:
Hann­es Þór Hall­dórs­son, Rand­ers
Ingvar Jóns­son, Sand­efjord
Rúnar Alex Rúnarsson, Nordsjælland

Varn­ar­menn:
Birk­ir Már Sæv­ars­son, Hamm­ar­by
Ragn­ar Sig­urðsson, Rubin Kazan
Kári Árna­son, Aberdeen
Ari Freyr Skúla­son, Lok­eren
Sverr­ir Ingi Inga­son, Rostov
Hörður Björg­vin Magnús­son, Bristol City
Hjört­ur Her­manns­son, Brönd­by
Jón Guðni Fjóluson, Norrköping

Tengiliðir:
Aron Ein­ar Gunn­ars­son, Car­diff
Birk­ir Bjarna­son, Ast­on Villa
Jó­hann Berg Guðmunds­son, Burnley
Emil Hall­freðsson, Udinese
Gylfi Þór Sig­urðsson, Everton
Ólaf­ur Ingi Skúla­son, Kara­bük­spor
Arn­ór Ingvi Trausta­son, AEK Aþena
Rúrik Gísla­son, Nürn­berg
Rún­ar Már Sig­ur­jóns­son, Grass­hop­p­ers

Fram­herj­ar:
Al­freð Finn­boga­son, Augs­burg
Jón Daði Böðvars­son, Reading
Björn Berg­mann Sig­urðar­son, Molde

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka