Langþráður sigur Blika í Krikanum

Frá fyrri leik liðanna í sumar.
Frá fyrri leik liðanna í sumar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Breiðablik fagnaði sínum fyrsta sigri gegn FH í Kaplakrika í efstu deild í 22 ár en Blikar lögðu FH-inga í lokaumferð Pepsi-deildarinnar í dag, 1:0.

Arnþór Ari Atlason skoraði sigurmarkið á 51. mínútu. Hann fékk góða sendingu frá Aroni Bjarnasyni, lagði boltann vel fyrir sig og skoraði með hnitmiðuðu skoti neðst í markhornið.

Breiðablik hélt fengnum hlut eftir markið en varnarleikur liðsins var traustur með gamla manninn Gunnleif Gunnleifsson öruggan á milli stanganna.

Leikurinn hafði ekki mikla þýðingu fyrir hvorugt lið en með sigrinum enduðu Blikarnir 6. sætinu í deildinni með 30 stig en FH endaði í þriðja sæti deildarinnar.

Þetta er í fyrsta sinn í 15 ár sem FH endar neðar en í öðru sæti deildarinnar og þá er þetta í fyrsta sinn frá því 12 liða deild var sett á laggirnar 2009 sem FH nær ekki 40 stigum eða meira. FH fékk 35 stig.

FH 0:1 Breiðablik opna loka
90. mín. FH fær hornspyrnu
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka