Langþráður sigur Blika í Krikanum

Frá fyrri leik liðanna í sumar.
Frá fyrri leik liðanna í sumar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Breiðablik fagnaði sín­um fyrsta sigri gegn FH í Kaplakrika í efstu deild í 22 ár en Blikar lögðu FH-inga í lokaum­ferð Pepsi-deild­ar­inn­ar í dag, 1:0.

Arnþór Ari Atla­son skoraði sig­ur­markið á 51. mín­útu. Hann fékk góða send­ingu frá Aroni Bjarna­syni, lagði bolt­ann vel fyr­ir sig og skoraði með hnit­miðuðu skoti neðst í mark­hornið.

Breiðablik hélt fengn­um hlut eft­ir markið en varn­ar­leik­ur liðsins var traust­ur með gamla mann­inn Gunn­leif Gunn­leifs­son ör­ugg­an á milli stang­anna.

Leik­ur­inn hafði ekki mikla þýðingu fyr­ir hvor­ugt lið en með sigr­in­um enduðu Blikarn­ir 6. sæt­inu í deild­inni með 30 stig en FH endaði í þriðja sæti deild­ar­inn­ar.

Þetta er í fyrsta sinn í 15 ár sem FH end­ar neðar en í öðru sæti deild­ar­inn­ar og þá er þetta í fyrsta sinn frá því 12 liða deild var sett á lagg­irn­ar 2009 sem FH nær ekki 40 stig­um eða meira. FH fékk 35 stig.

FH 0:1 Breiðablik opna loka
Mörk
skorar Arnþór Ari Atlason (51. mín.)
fær gult spjald Pétur Viðarsson (53. mín.)
fær gult spjald Robbie Crawford (59. mín.)
Spjöld
fær gult spjald Kristinn Jónsson (65. mín.)
fær gult spjald Gísli Eyjólfsson (72. mín.)
mín.
90 Leik lokið
90
Aftur heimta FH-ingar vítaspyrnu. Sá ekki betur en að Davíð Þór hafi sparkað upp í höndina á Sólon.
90 FH fær hornspyrnu
87 Atli Viðar Björnsson (FH) kemur inn á
87 Kassim Doumbia (FH) fer af velli
87 Atli Guðnason (FH) á skot framhjá
83 Steven Lennon (FH) á skot sem er varið
FH-ingar vildu fá vítaspyrnu áður en boltinn barst til Lennons. Vildu meina að boltinn hafi farið í höndina á Damir en Vilhjálmur Alvar sá ekkert athugavert.
82 Steven Lennon (FH) á skalla sem fer framhjá
Skallaði hárfínt framhjá markinu af stuttu færi.
76 Sólon Breki Leifsson (Breiðablik) kemur inn á
76 Sveinn Aron Guðjohnsen (Breiðablik) fer af velli
73 FH fær hornspyrnu
Enn ein hornspyrnan sem FH fær. Þær hafa engu skilað hingað til.
72 Gísli Eyjólfsson (Breiðablik) fær gult spjald
72 Robbie Crawford (FH) á skot framhjá
Skotinn var í ágætu færi en þrumaði boltanum yfir markið.
71 Guðmundur K. Guðmundsson (FH) kemur inn á
71 Jón Ragnar Jónsson (FH) fer af velli
71 Þórarinn Ingi Valdimarsson (FH) á skot framhjá
Skaut vel yfir markið utan teigs.
68 Martin Lund (Breiðablik) kemur inn á
68 Kristinn Jónsson (Breiðablik) fer af velli
66
FH-ingum hefur gengið illa að skapa sér færi gegn vel skipulögðu Blikanna.
66 FH fær hornspyrnu
65 Kristinn Jónsson (Breiðablik) fær gult spjald
62 Bjarni Þór Viðarsson (FH) kemur inn á
62 Matija Dvornekovic (FH) fer af velli
59 Robbie Crawford (FH) fær gult spjald
58 Kolbeinn Þórðarson (Breiðablik) kemur inn á
58 Willum Þór Willumsson (Breiðablik) fer af velli
57 Sveinn Aron Guðjohnsen (Breiðablik) á skalla sem fer framhjá
Hitti boltann illa með kollinum.
55 Willum Þór Willumsson (Breiðablik) á skot framhjá
Laust og hættulaust skot af löngu færi.
53 Pétur Viðarsson (FH) fær gult spjald
Braut á Davíð Kristjánssyni.
51 MARK! Arnþór Ari Atlason (Breiðablik) skorar
Fékk frábæra sendingu frá Aroni Bjarnasyni inn fyrir vörnina. Hann lagði boltann vel fyrir sig og skoraði með skoti í bláhornið frá vítateigslínu. Virkilega fallegt mark.
50 FH fær hornspyrnu
FH-ingar hafa byrjað betur í seinni hálfleik.
46 FH fær hornspyrnu
46 Seinni hálfleikur hafinn
Engar breytingar á liðunum.
45 Hálfleikur
+1 Fjörugasti leikur tveggja léttleikandi liða en það vantar bara mörkin.
45 FH fær hornspyrnu
43 FH fær hornspyrnu
42 FH (FH) á skot sem er varið
Atli Guðnason lyfti boltanum að markinu en Gulli var vandanum vaxinn og sló boltann í horn.
38 Gísli Eyjólfsson (Breiðablik) á skot framhjá
Gott skot hjá Gísla en boltinn rétt yfir. Skemmtilegur leikmaður þarna á ferð.
30 Böðvar Böðvarsson (FH) á skot framhjá
Frábær sprettur hjá bakverðinum en skaut boltanum hárfínt framhjá.
23 FH fær hornspyrnu
23 Matija Dvornekovic (FH) á skot sem er varið
Gott skot en enn vel varið hjá Gulla.
22 Gísli Eyjólfsson (Breiðablik) á skot framhjá
Var í þröngu færi og skotið frekar misheppnað.
20
Liðin hafa sótt á víxl og Blikar hafa átt nokkrar stórhættulegar skyndisóknir.
20 FH fær hornspyrnu
18 Breiðablik fær hornspyrnu
16 Arnþór Ari Atlason (Breiðablik) á skot sem er varið
Var í góðu færi en Gunnar gerði vel í verja í horn.
15 Willum Þór Willumsson (Breiðablik) á skot í stöng
Fékk boltann óvænt eftir klafs en skaut í stöngina af stuttu færi. Þarna sluppu FH-ingar með skrekkinn.
15 Breiðablik fær hornspyrnu
Sveinn Aron var kominn í gott færi en Pétur Viðarsson bjargaði á síðustu stundu.
13 Breiðablik fær hornspyrnu
12 FH fær hornspyrnu
12 Robbie Crawford (FH) á skot sem er varið
Frábær markvarsla hjá gamla manninum.
10 Breiðablik fær hornspyrnu
Willum Þór var kominn einn í gegn en í stað þess að skjóta á markið reyndi hann sendingu á Svein Aron en FH-ingar björguðu í horn.
8 FH fær hornspyrnu
FH-ingar hafa verið sprækari þessar fyrstu mínútur.
6 Aron Bjarnason (Breiðablik) á skot framhjá
Skaut yfir markið eftir góðan sprett.
4 FH fær hornspyrnu
4 FH fær hornspyrnu
2 Þórarinn Ingi Valdimarsson (FH) á skot framhjá
Fín tilraun en boltinn rétt yfir markið.
1 Leikur hafinn
FH-ingar leika í áttina að markatöflunni.
0
Það er ljóst að Heimir Guðjónsson mun halda áfram sem þjálfari FH eins og fram kemur í frétt á mbl.is en líklegt er að Milos Milojevic sé að stýra Blikaliðinu í síðasta sinn í dag. Han tók við þjálfun liðsins eftir að Arnari Grétarssyni var sagt upp eftir tvo leiki í Pepsi-deildinni.
0
Þrjár breytingar eru á byrjunarlið Blika frá sigurleiknum gegn ÍBV um síðustu helgi. Martin Lund Pedersen fer á bekkinn en þeir Hrvoje Tokic og Dino Dolmagic eru ekki í hópnum. Væntanlega meiddir. Inn í liði koma Kristinn Jónsson, Sveinn Aron Guðjohnsen og Willum Þór Willumssson.
0
Tvær breytingar eru á byrjunarliði FH frá leiknum gegn Víking Ólafsvík í síðustu umferð. Bergsveinn Ólafsson tekur út leikbann og Bjarni Þór Viðarsson fer á bekkinn. Inn í liðið koma Pétur Viðarsson og Þórarinn Ingi Valdimarsson.
0
Liðin hafa gert jafntefli í síðustu fjórum viðureignum liðanna í deildinni á Kaplakrikavelli en Blikarnir hafa ekki fagnað sigri í efstu deild í Krikanum síðan árið 1995.
0
Frá árinu 2003 hefur FH aldrei endað neðar en í öðru sæti en það gæti breyst í dag. Stjarnan er fyrir lokaumferðina í öðru sæti deildarinnar með 35 stig eins og FH en markatala Garðabæjarliðsins er hagstæðari.
0
Miðvörðurinn Bergsveinn Ólafsson úr FH tekur út leikbann í dag.
0
FH er með 35 stig í 3. sæti deildarinnar en Breiðablik er í 7. sætinu með 27 stig.
0
Verið velkomin með mbl.is í Kaplakrika þar sem FH fær Breiðablik í heimsókn í lokaumferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu. Örlög beggja liða réðust í síðustu umferð; FH tryggði sér Evrópusæti og Breiðablik bjargaði sér frá falli.
Sjá meira
Sjá allt

FH: (4-3-3) Mark: Gunnar Nielsen. Vörn: Jón Ragnar Jónsson (Guðmundur K. Guðmundsson 71), Pétur Viðarsson , Kassim Doumbia (Atli Viðar Björnsson 87), Böðvar Böðvarsson. Miðja: Davíð Þór Viðarsson, Robbie Crawford, Atli Guðnason. Sókn: Matija Dvornekovic (Bjarni Þór Viðarsson 62), Steven Lennon, Þórarinn Ingi Valdimarsson.
Varamenn: Vignir Jóhannesson (M), Bjarni Þór Viðarsson, Atli Viðar Björnsson, Halldór Orri Björnsson, Einar Örn Harðarson, Baldur Logi Guðlaugsson, Guðmundur K. Guðmundsson.

Breiðablik: (4-3-3) Mark: Gunnleifur Gunnleifsson. Vörn: Arnþór Ari Atlason, Damir Muminovic, Elfar Freyr Helgason. Miðja: Gísli Eyjólfsson, Willum Þór Willumsson (Kolbeinn Þórðarson 58), Andri Rafn Yeoman. Sókn: Aron Bjarnason, Sveinn Aron Guðjohnsen (Sólon Breki Leifsson 76), Kristinn Jónsson (Martin Lund 68).
Varamenn: Ólafur Íshólm Ólafsson (M), Kolbeinn Þórðarson, Aron Kári Aðalsteinsson, Martin Lund, Sólon Breki Leifsson, Ernir Bjarnason, Guðmundur Friðriksson.

Skot: Breiðablik 8 (3) - FH 10 (4)
Horn: FH 13 - Breiðablik 4.

Lýsandi: Guðmundur Hilmarsson
Völlur: Kaplakrikavöllur

Leikur hefst
30. sept. 2017 14:00

Aðstæður:
Léttskýjað og hægur vindur. 10 gráðu hiti. Völlurinn flottur.

Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Aðstoðardómarar: Birkir Sigurðarson og Smári Stefánsson

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert