Þessi leikur toppar allt

Gylfi Þór Sigurðsson og Birkir Bjarnason fagna fyrsta marki leiksins.
Gylfi Þór Sigurðsson og Birkir Bjarnason fagna fyrsta marki leiksins. mbl.is/Golli

„Þetta er alveg magnað,“ sagði Birkir Bjarnason eftir að Ísland tryggði sér sæti á HM í knattspyrnu næsta sumar. Ísland sigraði Kósóvó 2:0 í kvöld og hafnaði í efsta sæti I-riðils undankeppninnar.

„Það voru þrjú önnur heimsklassalið í riðlinum og við erum að fara beint á EM, það er ótrúlegt. Nei, HM meina ég, fyrirgefðu,“ sagði Birkir og hló.

Hann sagði að leikmenn hefðu verið rólegir síðan liðið vann Tyrkland 3:0 ytra á föstudagskvöld. „Við vissum að við gætum þetta ef við værum einbeittir. Þetta var erfiður leikur í kvöld en að lokum náðum við að landa þessu.“

Aðspurður sagði Birkir að taugar leikanna hefðu ekki verið þandari en venjulega þegar flautað var til leiks í kvöld, vitandi hvað var undir. „Þetta var bara eins og í öllum leikjum í þessum riðli. Þetta hafa verið stórleikir, leik eftir leik og þessi toppar þetta allt.“

Hann sagðist ekki vera viss um hvort eitthvað hefði gerst eftir tapleikinn í Finnlandi í byrjun september. Síðan þá hefur Ísland leikið þrjá leiki, unnið þá alla og markatalan er 7:0. 

Finnarnir voru góðir og hafa sýnt það í síðustu leikjum líka. Við þurftum að fá einn skell til að rífa okkur í gang og ég er ótrúlega stoltur af þessu.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert