Argentína, Nígería, Króatía

Ísland verður í riðli með Arg­entínu, Króa­tíu og Níg­er­íu í loka­keppni heims­meist­ara­móts karla í knatt­spyrnu í Rússlandi sum­arið 2018.

Leikið verður við Arg­entínu­menn í Moskvu 16. júní, við Níg­er­íu­menn í Volgograd 22. júní og loks við Króa­tíu í Rostov 26. júní.

Tvö efstu liðin í hverj­um riðli kom­ast í sex­tán liða úr­slit­in.

A-RIÐILL: Rúss­land, Úrúg­væ, Egypta­land, Sádi-Ar­ab­ía.
B-RIÐILL: Portúgal, Spánn, Íran, Mar­okkó.
C-RIÐILL: Frakk­land, Perú, Dan­mörk, Ástr­al­ía.
D-RIÐILL: Arg­entína, Króatía, Ísland, Níg­er­ía.
E-RIÐILL: Bras­il­ía, Sviss, Kosta­ríka, Serbía.
F-RIÐILL: Þýska­land, Mexí­kó, Svíþjóð. Suður-Kórea.
G-RIÐILL: Belg­ía, Eng­land, Tún­is, Panama.
H-RIÐILL: Pól­land, Kól­umbía, Senegal, Jap­an.

Fylgst var með drætt­in­um í  beinni texta­lýs­ingu hér á mbl.is.

HM-drátt­ur­inn í beinni opna loka
kl.
15:56
Leikir Íslands eru þessir:

Ísland - Argentína í Moskvu 16. júní.

Ísland - Nígería í Volgograd 22. júní.

Ísland - Króatía í Rostov 26. júní.

15:56
Japan fer að lokum í H-riðil með Póllandi, Senegal og Kólumbíu.
15:55
Suður-Kórea fer í F-riðil með Þýskalandi, Mexíkó og Svíþjóð.
15:55
Panama fer í G-riðil með Belgíu, Túnis og Englandi.
15:54
Ísland mætir Nígeríu í Volgograd 22. júní
15:54
Nígería kemur í D-riðilinn með Argentínu, Íslandi og Króatíu!!!
15:53
Ástralía fer í C-riðil með Frakklandi, Perú og Danmörku.
15:52
Marokkó fer í B-riðil með Portúgal, Spáni og Íran
15:52
Serbía næst og hoppar yfir þrjá riðla - fer í E-riðil með Brasilíu, Sviss og Kostaríka.
15:51
Sádi-Arabía verður í A-riðli með Rússlandi, Úrúgvæ og Egyptalandi.
15:50
Þá eru komin þrjú lið í hvern riðil.
15:50
Senegal fer í H-riðilinn með Póllandi og Kólumbíu.
15:49
Túnis fer í G-riðil með Belgíu og Englandi
15:49
Svíþjóð fer í F-riðilinn með Þýskalandi og Mexíkó.
15:48
Kostaríka fer í E-riðil með Brasilíu og Sviss
15:47
Ísland mætir Argentínu í fyrsta leiknum í Moskvu 16. júní.
15:47
Ísland fer í D-riðil með Argentínu og Króatíu!!
15:46
Íran fer í B-riðil með Portúgal og Spáni
15:45
Danmörk næst - og þarf að fara yfir í C-riðil þar sem þegar eru tvær Evrópuþjóðir í B-riðli. Danmörk með Frakklandi og Perú.
15:44
Egyptaland fer í A-riðil með Rússlandi og Úrúgvæ
15:44
Þá er komið að 3. flokki, flokki Íslands. Nú liggur fyrir að Ísland getur ekki lent í B og G-riðlum. Einhver hinna sex.
15:43
Kólumbía fer í H-riðil með Póllandi
15:43
England fer í G-riðil með Belgíu. Ísland getur ekki lent þarna.
15:43
Ísland getur ekki mætt Englandi. Það er klárt
15:42
Mexíkó er í F-riðli með Þýskalandi.
15:41
Sviss er í E-riðli með Brasilíu.
15:40
Króatía fer í D-riðil með Argentínu.
15:40
Perú fer í C-riðil með Frökkum
15:39
Ísland getur ekki lent í B-riðli. Spánn er B2
15:39
Spánn er í B-riðli með Portúgal
15:38
Úrúgvæ er með Rússum í A-riðli. A4
15:38
Þá er það annar styrkleikaflokkur og við sjáum riðlana fara að verða til fyrir alvöru
15:37
Pólland er H1
15:36
Belgía er G1
15:36
Þýskaland er F1
15:35
Brasilía er E1
15:34
Argentína er D1
15:34
Frakkland er C1
15:32
Portúgal er B1
15:32
Þá byrjar þetta: Fyrsti styrkleikaflokkur. Rússland fyrst - og það vissum við! Fara í A-riðil sem A1
15:29
Lineker kynnir fyrirkomulagið.
15:28
Gary Lineker, landsliðsmaður Englands um árabil og sjónvarpsmaður í seinni tíð, er kominn á svið til að kynna herlegheitin ásamt rússneskri sjónvarpskonu, Mariu Komandnaju.
15:28
Fabio Cannavaro, fyrirliði ítölsku heimsmeistaranna 2006, er kominn á sviðið.
15:27
Laurent Blanc er kominn fyrir hönd frönsku heimsmeistaranna frá 1998 og á eftir honum kemur Cafu, bakvörður Brasilíumanna sem varð heimsmeistari 2002. Carles Puyol, úr heimsmeistaraliði Spánar 2010, þar á eftir.
15:26
Diego Maradona, hetja Argentínumanna árið 1986 og einhver besti knattspyrnumaður sögunnar, er kominn á sviðið.
15:25
Gordon Banks, markvörður heimsmeistaraliðs Englands árið 1966, kemur fyrstur á sviðið af þeim sem aðstoða við dráttinn.
15:24
Athyglisverð staðreynd að Rússar, sem eru gestgjafar og eru sjálfkrafa fyrsta lið í A-riðli, eru neðstir á heimslista FIFA af öllum þeim 32 liðum sem taka þátt í mótinu. Rússar eru í 65. sæti en Sádi-Arabar eru næstneðstir, í 63. sætinu.
15:19
Rússneskur dans er næstur á dagskrá...
15:16
Þjóðverjinn Miroslav Klose, markakóngur HM frá upphafi með 16 mörk, er mættur á svið með sjálfan heimsbikarinn. Heimsstyttuna öllu heldur.
15:13
Gareth Southgate landsliðsþjálfari Englands situr spenntur í salnum:
15:12
Og þá er komið að tónlistaratriði...
15:10
Það er óhætt að ítreka einu sinni enn að Ísland er langminnsta þjóðin sem nokkru sinnum hefur komist í lokakeppni HM. Áður var það Trínidad og Tóbagó árið 2006 en þar búa ríflega 1.300 þúsund manns.
15:07
Pútin hefur lokið máli sínu og nú tekur Infantino forseti FIFA við. Hann er 47 ára gamall Svisslendingur sem tók við af landa sínum, Sepp Blatter, fyrir tæplega tveimur árum.
15:04
Vladimir Pútin Rússlandsforseti er í ræðustól og ávarpar samkomuna í Kremlarhöll. Við hlið hans er Gianni Infantino, forseti FIFA.
14:59
Samkvæmt tölfræðilegum líkum eru mestar líkur á að Ísland mæti Argentínu eða Brasilíu úr 1. flokki, Mexíkó úr 2. flokki og Nígeríu eða Marokkó úr 4. flokki. Ísland getur aðeins lent með einni Evrópuþjóð í riðli, mögulega engri.
14:54
Heimsmeistarakeppnin hefst 14. júní í Moskvu þar sem Rússar leika opnunarleikinn gegn því liði sem verður A2 í drættinum. Leikir í fyrstu umferð riðlanna eru síðan leiknir dagana 15. til 19. júní þannig að Ísland getur spilað sinn fyrsta leik hvenær sem er á þessu tímabili.
14:52
Leikið verður á tólf leikvöngum í ellefu rússneskum borgum. Tveir þeirra eru í Moskvu en hinir í Pétursborg, Kaliníngrad, Nisní Novgorod, Kazan, Saransk, Samara, Jekaterínborg, Volgograd, Rostov og Sotsjí.
14:50
Þegar liggur fyrir að Rússland verður í A-riðli keppninnar og byrjað verður á að draga hin sjö liðin úr 1. styrkleikaflokki og raða þeim niður í 1. sætið í hinum sjö riðlunum, frá B til H. Þegar því er lokið eru liðin í 2. styrkleikaflokki dregin hvert í sinn riðil, þá liðin í 3. flokki og loks liðin átta sem eru í 4. flokki.
14:41
„Það er erfitt að nefna einhvern óskariðil en allra helst vil ég losna við Brasilíu og Þýskaland,“ sagði landsliðsmaðurinn Alfreð Finnbogason, leikmaður þýska liðsins Augsburg, í samtali við mbl.is en hann, eins og allir landsliðsmennirnir, mun fylgjast spenntir með drættinum í dag.
14:41
Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari er mættur í höllina í Kreml ásamt Guðna Bergssyni formanni KSÍ og Klöru Bjartmarz framkvæmdastjóra.
14:40
Nú er stóra stundin að renna upp en dregið er í riðla heimsmeistaramóts karla í knattspyrnu í Kremlarhöll í Moskvu klukkan 15.00.

Ísland er í þriðja styrkleikaflokki en styrkleikaflokkarnir líta þannig út:

Styrk­leika­flokk­ur 1: Rúss­land, Þýska­land, Bras­il­ía, Portúgal, Arg­entína, Belg­ía, Pól­land, Frakk­land.

Styrk­leika­flokk­ur 2: Spánn, Perú, Sviss, Eng­land, Kól­umbía, Mexí­kó, Úrúg­væ, Króatía.

Styrk­leika­flokk­ur 3: Dan­mörk, ÍSLAND, Kosta­ríka, Svíþjóð, Tún­is, Egypta­land, Senegal, Íran.

Styrk­leika­flokk­ur 4: Serbía, Níg­er­ía, Ástr­al­ía, Jap­an, Mar­okkó, Panama, Suður-Kórea, Sádi-Ar­ab­ía.

29
Lineker kynnir fyrirkomulagið.
Sjá meira
Sjá allt
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert